Austur-Kongó var belgísk nýlenda og persónuleg eign belgíska kóngsins Leópóld III. Árið 1908 tók belgíska ríkið við völdum og var við stjórn í landinu fram að sjálfstæði þess árið 1960. Leópóld kóngur og belgíska ríkið voru ábyrg fyrir einni af hrottalegustu nýlendustjórnun heims og þegar Belgar drógu sig út skyldu þeir eftir sig illa arðrænt land með miklum innanríkis átökum og lélegri grunngerð.
Strax eftir sjálfstæði árið 1960 var hinn vinstri sinnaði forsætisráðherra Patrice Lumumba myrtur. Þetta var í miðju Kalda stríðinu og bæði Bandaríkin og Belgía voru viðriðin málið. Mobutu tók við völdum eftir valdarán árið 1965 og var eftir það „sterki maður“ landsins í 32 ár. Sem liður í Afríkustefnu hans var nafni landsins breytt í Saír, stórar borgir fengu afrísk nöfn og hann tók sér sjálfur nafnið Mobutu Sese Seko. Ríkisstjórn Mobutu var spillt og ofbeldisfull, sem leiddi til óánægju og stöðugra uppþota í ýmsum hlutum landsins. Engu að síður tókst Mobutu að halda völdum vegna efnahags- og hernaðarlegs stuðnings frá meðal annars Bandaríkjunum. Bandaríkin litu á Mobutu sem mikilvægan bandamann í borgarstríð í Angóla, sem á tímabili var einn af vígvöllum Kalda stríðsins. Í Angóla barðist vinstrisinnuð ríkisstjórnin, með stuðning frá Sovétríkjunum og Kúbu, gegn uppreisnarhreyfingunni UNITA sem var studd af Bandaríkjunum. Í þakklætisskyni fyrir að Bandaríkin veittu hernaðarlega og fjárhagslega aðstoð til Austur-Kongó, leyfði Mobutu UNITA að hafast við á Saírískri jörðu.
Uppreisnin í austri
Jafnóðum varð innanríkis óánægja með stjórnun Mobutus svo sterk að valdaskipti voru óhjákvæmileg. Uppþotið gegn stjórninni sem réð úrslitum hófst í austur hluta Saír (Austur-Kongó) árið 1996. Það var ekki tilviljun að uppþotin hófust þar. Þetta er svæði sem stjórnvöld hafa aldrei náð yfirráðum yfir og hefur ætíð verið mesta óeirðasvæði Austur-Kongó. Svæðið hefur landamæri að Úganda, Rúanda og Búrúndí og hefur stjórnmálalegt ástand svæðisins verið litað af togstreitu á milli tveggja ættbálka Hútú og Tútsí. Togstreita þessi hefur leitt til alvarlegra borgarastyrjalda í bæði Rúanda og Búrúndí og hefur einnig haft áhrif á átökin í Austur-Kongó.
Margar ástæður eru fyrir uppþotinu í Suður-Kivu árið 1996. Borgarastríðið í Rúanda sem staðið hafði frá árinu 1990, á milli meirihlutans Hútú og minnihlutans Tútsí, hafði um langan tíma haft mikil áhrif á svæðinu. Þegar borgarastríðið leiddi til þjóðarmorðs á meira en 800.000 Tútsum og Hútúum, sem hliðhollir voru Tútsum, vorið 1994, völdu milljónir Hútúa að flýja yfir landamærin til Austur-Kongó. Þeir settust að í stórum flóttamannabúðum. Meðal flóttamanna voru einnig Hútú-hermenn, Interhamwé, sem slátruðu stórum hópum af Tútsum og Hútúum, sem voru hliðhollir Tútsum, í Rúanda á þeim árum sem Hútú voru við völd. Interhamwé notuðu flóttamannabúðirnar sem upphafsstað áhlaups inn í Rúanda, en gerðu þar að auki árásir á Tútsa í Austur-Kongó. Svokallaðir Banyamulengene (upprunalegir Tútsar), urðu fyrir árásum öfgafullra rúandískra Hútúa. Banyamulengene urðu á sama tíma fyrir ofsóknum frá stjórnvöldum sem vildu senda allan hópinn, 400.000 manns, í útlegð með þeim rökum að þeir væru ekki Kongóar. Þjóðflokkurinn hafði haldið til á svæðinu í yfir 200 ár en hafði stækkað eftir að Banyamulenger flúðu frá Rúanda árið 1959. Þegar þeir svo fengu þau skilaboð árið 1996 að jarðirnar þeirra yrðu gerðar upptækar og þeim yrði gert að yfirgefa landið á viku, brugðust þeir við með því að grípa til vopna og ráðast gegn bæði stjórnarhernum og rúandísku Hútú-hermönnunum Interhamwé.
Mobutu fellur
Því miður sannaði Kabila sig sem jafn lélegur valdhafi og fyrirrennari hans var og gerðist óvinur fyrrum bandamanna sinna í ADFL. Mælskulist andstæðinga Banyamulengene gerðu það að verkum að hann missti stuðning bæði frá Banyamulengene, Úganda og Rúanda og átökin blossuðu upp að nýju í ágúst 1998. Að þessu sinni hófust átökin einnig í austurhluta Austur-Kongó og voru að mörgu leyti lík uppreisninni sem Kabila sjálfur hafði leitt á árunum 1996-97 – en að þessu sinni var uppreisnin á móti honum. Úganda og Rúanda gegndu lykilhlutverkum á sínum tíma, en nú voru fleiri afrísk lönd viðriðin og átökin breiddust hratt út til stórra hluta af landinu. Eftir 1998 þróaðist borgarastríðið í Austur-Kongó út í það að vera fyrstu margþjóða hernaðarátökin í Afríku og stríðið varð mun flóknara en það sem landið hafði áður upplifað.
Öryggi og náttúruauðlindir
Meðal þeirra landa sem tekið hafa þátt í stríðsrekstrinum í Austur-Kongó eru; Rúanda, Búrúndí, Angóla, Namibía, Úganda og Simbabve. Oft hefur verið vísað til átakanna sem fyrstu heimsstyrjaldar Afríku og áætlað er að þegar mest var hafi um 50.000 erlendir hermenn tekið þátt í stríðinu í Austur-Kongó. Löndin hafa að mestu leyti notað eigið öryggi sem rök fyrir því að taka í átökunum. Angóla vill eyðileggja bækistöðvar UNITA í suðurhluta Austur-Kongó. Namibía gengur í lið með Angóla því UNITA er í samstarfi við namibíska uppreisnarhópa. Bæði löndin ásamt Simbabve ganga í lið með stjórnarhernum. Úganda og Rúanda tóku árið 1998 þá ákvörðun að berjast gegn stjórninni sem þau höfðu áður tekið þátt í að koma á fót. Ríkisstjórn Rúanda rökstuddi ákvörðun sína með því að segja að ríkisstjórn Kabila hafi ekki tekist að stöðva Hútú herinn Interhamwé, sem enn gerðu árásir á óbreytta borgara í Rúanda frá bækistöðvum sínum í Austur-Kongó. Búrúndí notaði einnig þau rök að Hútú uppreisnarmenn stjórnuðu aðgerðum frá Austur-Kongó þar sem þeir væru í útlegð. Úganda notaði einnig uppreisnarhópa sem afsökun fyrir því að hlutast til.
Það eru samt sem áður atriði sem benda til þess að ástæður íhlutunar landanna í Austur-Kongó hafi ekki einungis verið vegna öryggissjónarmiða. Mörg landanna höfðu einnig áhuga á náttúruauðlindum landsins. Í Austur-Kongó er að finna mesta magn af demöntum í Afríku og þar hefur einnig fundist mikið af coltan, kobolt, gulli og kopar, einmitt í hinu óstöðuga austurhéraði. Í austurhlutanum var mikið af eðalsteinum og steinefnum unnið ólöglega í skjóli stríðsins. Austur-Kongó klagaði árið 2005 Úganda fyrir dómstólnum í Haag: Úganda var dæmt til að borga bætur vegna þess að þeir höfðu á stríðsárunum verið að nota námur í austurhluta landsins. SÞ hafa þar að auki lagt fram skýrslur bæði árið 2001 og 2003 þar sem sannanir eru fyrir því að angólsk, rúandísk og simbabvísk fyrirtæki hafi einnig tekið þátt í ólöglegri steinefnavinnslu. Þetta eru sömu lönd og tóku mestan þátt í stríðsrekstrinum.
Austur-Kongó og friðurinn
Það voru gerðar margar tilraunir til að fá í gegn friðarsamkomulag í Austur-Kongó, áður en ríkisstjórnin og ólíkir uppreisnarhópar undirrituðu svokallað Lusaka-samkomulag árið 1999. Í samkomulaginu komust deiluaðilar meðal annars að samkomulagi um að SÞ ættu að senda inn friðargæslusveitir og að hefja ætti afvopnun uppreisnarhópa. Það sýndi sig þó fljótt að Kabila hafði lítinn áhuga á friði, 18 mánuðir liðu án þess að ástandið í landinu breyttist. Árið 2001 var Kabila svo drepinn af lífverði sínum. Sonur hans, Joseph Kabila, tók við völdum og var umburðarlyndari gagnvart andstæðingum stjórnarfarsins. Hann gerði samning um valddreifingu á milli ólíkra aðila og bráðabirgðastjórn var mynduð. Þetta leiddi til þess að erlendar hersveitir drógu sig út úr landinu árið 2002. Í maí 2003 samþykkti öryggisráð SÞ ályktun um að senda inn margþjóðaher leiddan af Frökkum, til viðbótar við friðargæslusveitir sem SÞ voru með þar fyrir. Mánuði síðar undirrituðu deiluaðilar samkomulag og stríðinu var opinberlega lokið. Það eru þó enn óeirðir í landinu, þá sérstaklega í austurhlutanum. Þó að allir erlendir hermenn séu opinberlega farnir úr landinu, eru enn nokkur lönd í álfunni sökuð um að styðja við uppreisnarmennina í þessum hluta landsins.
Stríðið í Austur-Kongó hefur verið skilgreint sem eitt af alvarlegustu mannúðarhörmungum heims nú á dögum. Áætlað er að um fjórar milljónir manna hafi látið lífið, flestir af völdum sjúkdóma og hungurs, en ekki í beinum stríðsrekstri. Landið stendur í dag frammi fyrir stórum vandamálum, en engu að síður gætir bjartsýni í sambandi við framþróun mála í landinu. Árið 2005 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um grunnvallarlög og stjórnarskrá landsins. Fyrstu forsetakosningarnar frá því að landið hlaut sjálfstæði frá Belgíu árið 1960 voru haldnar sumarið 2006, þar fór Joseph Kabila með sigur af hólmi. Kabila naut stuðnings Vesturlanda, þar á meðal Bandaríkjanna og Frakklands en einnig Suður-Afríku og Angóla. Að auki eru fyrirtæki sem gengið hafa frá samningum í tíð Kabila hliðholl sitjandi ríkisstjórn.
Jafnvel þó að stríðið í Austur-Kongó sé yfirstaðið, eru enn mannúðarhörmungar í landinu. Alþjóðlegu hjálparsamtökin „International Rescue Committee“ (IRC) hafa greint frá miklu mannfalli almennra borgara. Ástæður hörmunganna eru að grunngerð landsins hefur fallið algerlega saman. Erfitt reynist að fá heilbrigðisaðstoð til handa þeim sem þess þurfa. Fjöldi fólks deyr vegna sjúkdóma sem auðvelt er að koma í veg fyrir. Gæði vatns eru mjög léleg og það sama má segja um fráveitukerfi. Vegna átakanna hefur mikið af fólki flúið heimili sín og hefur þess vegna ekki aðgang að mat, fötum eða vinnu.
2007- í dag: Áframhaldandi órói í austri
Þrátt fyrir friðasamninga í Austur-Kongó hafa verið áframhaldandi ólgur í austurhluta landsins. Þetta á sérstaklega við um svæði í Norður- og Suður-Kivu. Spennan á milli Hútú og Tútsí er ennþá kjarni átakanna sem og valdadeila yfir þeim ríku auðlindum svæðisins. Rúanda og Úganda hafa ítrekað verið sökuð um afskipti í átökunum.
Aðilar í átökunum
Vopnaðir aðilar í átökunum í Austur-Kongó spanna vítt svið. Hér er dæmi af nokkrum þeirra:
- FLDR: Hútú her með mörgum meðlimum sem tóku þátt í þjóðarmorðinu í Rúanda.
- CNDP: Tútsí her frá Austur-Kongó.
- FARDC: Kongólensk stjórnvalda her.
- M23: Klofningshópur frá CNDP (Sjá hér að neðan).
- LRA: Hópur uppreisnarmanna frá Úganda
Austur-Kongó hefur sakað Rúanda um að styðja CNDP. Rúanda hefur sakað FLDR fyrir ofbeldisfulla árás þeirra megin við landamærin. CNDP hefur sakað FARDC um samstarf við FLDR. Skýrslur Sameinu þjóðanna styðja við þær kröfur en en Rúanda neitar að þeirra aðild.
Með LRA hafa átökin í Úganda breiðst yfir landamæri Austur-Kongó þar sem LRA stofnaði bækistöð í Austur-Kongó til að berjast gegn ríkisstjórn Úganda. Árið 2008, bjuggu ríkistjórnir Austur-Kongó, Úganda og Suður Súdan til sameiginlega sókn gegn hópnum.
Eftirlit með námum
Í viðbót við deilu Hútú og Tútsí er ljóst að átökin á milli hinna ýmsu hópa í Austur-Kongó snýst einnig um stjórn á námum á svæðinu. Þeir sem stjórna námunum hafa tækifæri til að vinna sér inn góðan pening á svarta markaðnum.
Endalok Goma
Haustið 2008 reyndi CNDP að taka yfir borgina Goma, sem liggur að landamærunum milli Rúanda og Austur-Kongó. Goma er ein af höfuðstöðvum UNIFIL, en hermenn náðu ekki að vernda óbreytta borgara. Að minnsta kosti 250.000 manns hafa flúið borgina. CNDP mistókst hins vegar að taka stjórn á borginni.
Tilraunir til afvopnunar
Yfirvöld í Austur-Kongó hafa reynt að afvopna hópa - bæði með hervaldi og með pólitískum samningaviðræðum. En sem af er hafa tilraunir mistakist.
M23
Vorið 2012, hafði ástandið aftur versnað í austurhluta landsins. Klofnings hópur frá CNDP kallaður "svívirðilegur hópur M23" hóf ofbeldisfullar árásir sem óku tug þúsunda manna á flótta. M23 samanstendur aðallega af Tútsí. Nokkrir af leiðtogum M23 eru á óskalista alþjóða glæpadómstólsins (ICC) fyrir árásir, herþjónustu og pyntingar. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Kóngólensk stjórnvöld hafa ásakað Rúanda og Úganda um að styðja M23. Eftir misheppnaðar tilraunir á friðarviðræðum braust út bardagi árið 2013 á milli M23 og her stjórnvaldanna.
Nauðganir og mannúðar kreppa
Áratuga stríð og slæmir stjórnarhættir hafa hindrað þróun í Austur-Kongó. Þar af leiðandi helst íbúarnir fátækir jafnvel þótt landið sé ríkt af auðlindum.
Nokkrar milljónir manna hafa látist síðan árið 1998, sumir vegna átakanna en flestir vegna sjúkdóma og annarra vandamála tengdar stríðinu. U.þ.b. 2,7 milljónir manns er flóttafólk í eigin landi (2012).
Nauðgun hefur markvist verið notuð sem vopn til að hræða og stjórna borgara. Næstum allir vopnaðir hópar hafa framið grimmdarverk. Yfir 250.000 manns hafa verið nauðgað í stríðinu í Kongó.