Stríðið í Jemen útskýrt á þremur mínútum:
Bakgrunnur
Allt frá því að sveitir Ottomanveldisins voru reknar úr Jemen eftir fyrri heimstyrjöldina (1918) hefur ríkt í Jemen pólitískur óstöðugleiki og vopnuð átök verið tíð. Jemen var þá skipt í tvö ríki; Norður-Jemen og Suður-Jemen. Átök áttu sér stað bæði innan og á milli norður- og suðurhluta landsins. Á tímum kalda stríðsins voru ríkin tvö á andstæðum pólum þ.e. Suður-Jemen var í sambandi við Sovétríkin og Norður-Jemen var tengt Bandaríkjunum. Á árunum 1972 og 1979 varð þessi ágreiningur að tveimur stuttum stríðum á landamærum Norðurs- og Suður-Jemen.
Árið 1990 voru ríkin tvö sameinuð og Jemen varð að einu sjálfstæðu ríki. Þessari sameiningu hafa fylgt miklir erfiðleikar. Það er margt ólíkt á milli suður- og norðurhluta landsins og mikill órói hefur ríkt í norðurhlutanum. Árið 1994 voru íslömsk lög (sharia) innleidd í Jemen sem hluti af stjórnarskrá landsins.
Síðasta borgarastyrjöld í landinu var árið 2009. Það eru og hafa verið átök í Jemen meðal ólíkra hópa, en aðallega hafa þau verið á milli stjórnvalda og Húti-fylkingarinnar í norðri. Einnig hefur verið órói frá aðskilnaðarsinnum í suðurhluta landsins, reglulegar árásir frá hópum Al-Qaida og mikil valdamisnotkun stjórnvalda á ungu fólki.
Húti-fylkingin
Í norðurhluta Jemen ríkir hreyfing sem kallast "Houthi" eftir stofnanda og fyrsta leiðtoga hennar, Hussein Badr al-Din al-Houthi. Helsta vígi Húti-fylkingin er héraðið Saada, sem er eitt fátækasta hérað Jemen. Hreyfingin segist berjast fyrir auknum réttindum héraðsins. Kröfur fylkingarinnar eru meðal annars þær að íbúar norður Jemen eigi að hafa fleiri fulltrúa í ríkisstjórn landsins. Houthi-hreyfingin tengist uppreisnarhóp sem kallar sig Ansar Allah, og fylgja stefnu innan Shia Íslam sem kallast Zaidism. Um það bil 1/3 af íbúum Jemen aðhyllast Zaidism en zaidistar réðu yfir Norður Jemen í næstum þúsund ár og fram til ársins 1962.
Frá árinu 2004 hafa verið átök á milli her stjórnvalda og Húti-fylkingarinnar. Markmið Húti fylkingarinnar voru annars vegar að öðlast frekari sjálfsákvörðunarrétt á svæðum þeirra í norðri og hinsvegar að vernda Zaidi trúarbögðin og menningarlegar hefðir svæðisins gagnvart áhrifum meirihlutans í suðurhluta landsins sem aðhyllist Sunni Íslam.
Eftir að stjórnvöld í Jemen studdu Bandaríkin í hinu svokallaða „stríði gegn hryðjuverkum", er grunur um að Shiite stjórnin í Íran og Hezbollah samtökin í Líbanon hafi stutt Húti fylkingunni með peningum og vopnum.
Al-Hirak hreyfing
Margir íbúar suðurhluta Jemen eru heldur ekki hrifnir af ríkisstjórn Jemen, sem hefur verið við stjórnvöldin lengi. Ástæðurnar fyrir því eru bæði efnahagslegar og pólitískar. Meirihlutinn af olíuauðlindum Jemens er í suðurhluta landsins en lítill hluti af gróðanum rennur til íbúanna. Frá árinu 2007 hefur stjórnarandstaðan í suðurhluta landsins sameinast og kallar sig Al-Hirak. Hluti af þessum hópi vill að Suður-Jemen verði sjálfstætt ríki kallað Suður-Arabía.
Almennir þættir sem stuðla að óstöðugleika í Jemen
Megin ástæða ofbeldisfullra átaka í Jemen er óánægja vegna ójafnrar dreifingar auðlinda og valda. Mikil fátækt ríkir í Jemen, sérstaklega í samanburði við önnur Arabalönd. Yfir helmingur íbúa landsins býr undir fátæktarmörkum. Óstöðug og veik stjórnvöld, spilling og léleg uppbygging hefur orðið til þess að þróun í Jemen er af skornum skammti. Mikið atvinnuleysi, hátt verð á matvælum og takmarkað fjármagn veldur því að yfir 10 milljónir Jemena upplifa skort á grunnþörfum eins og mat. Þetta stuðlar að óánægju og löngun til breytinga.
Annar þáttur sem stuðlar að ofbeldisfullum átökum er að Jemen er eitt af þeim löndum þar sem fjöldi vopna er hvað mestur. Flestir fullorðnir hafa aðgang að skammbyssum og ýmsir uppreisnarhópar eru einnig brynvarðir og hafa yfir flugskeytum að ráða. Þá gerir staðsetning landsins það að verkum að það verður fyrir áhrifum af ólgu í nærliggjandi svæðum, þar á meðal frá átökunum í Sómalíu. Önnur alþjóðleg áhyggjuefni eru að mörg hryðjuverkasamtök eru í Jemen og hefur landið verið vettvangur nokkurra hryðjuverka.
Arabíska vorið
Vorið 2011 varð uppþot í mörgum Arabalöndum sem stundum hefur verið kallað ,,Arabíska vorið”. „Arabíska vorið" í Jemen byrjaði þann 27. janúar þegar 16.000 mótmælendur söfnuðust saman á götum úti í höfuðborg Jemen, Sanaa, til að krefjast afsagnar forsetans Ali Saleh Abduhllah. Saleh tilkynnti að hann myndi ekki gefa frá sér völdin. Mótmælin héldu áfram og eftir mánuð slepptu öryggissveitir lausum eldi á mótmælendur í Sanaa sem varð yfir fjörutíu manns að bana. Saleh forseti lýsti þá yfir neyðarástandi í Jemen.
Saleh missti að lokum þann stuðning sem hann hafði. Í nóvember 2011 samþykkti hann að afhenda vald sitt til staðgengils síns, Mansour Hadi Abdrabbuh, og samsteypustjórn var mynduð. Þjóðarflokkurinn gaf Saleh friðhelgi að fullu, þrátt fyrir mótmæli frá þúsundum mótmælenda sem vildu refsa honum. Houthi-hreyfingin tók þátt í mótmælunum gegn Saleh og greip samtímis það tækifæri sem myndaðist vegna tómarúmsins til að auka svæðisbundna stjórn sína.
Ástandið í dag
Haustið 2014 tók Houthi-hreyfingin stjórnina í stórum hluta Jemen, þar á meðal í höfuðborginni Sanaa. Hreyfingin tók meðal annars yfir helstu opinberar byggingar, þar á meðal skrifstofur ríkisstjórnarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu gengu meðlimir Houthi-hreyfingarinnar í lögreglubúningum og fóru í eftirlitsferðir á götum úti. Í byrjun árs 2015 hafnaði Houthi-hreyfingin drögum að nýrri stjórnarskrá sem ríkisstjórnin lagði fram, leysti upp þingið og setti forseta og aðra stjórnarmenn í stofufangelsi. Sameinuðu þjóðirnar, Bandaríkin og mikilvægar svæðisstofnanir fordæmdu öll valdarán Houthi-hreyfingarinnar. Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að Hadi, forseta landsins, yrði sleppt úr stofufangelsi og tæki aftur við völdum. Einnig var mælst til þess að hinar fjölmörgu stríðandi fylkingar landsins kæmu saman að samningaviðræðum og reyndu að finna friðsamlega lausn á vandamálum landsins.
Í febrúar 2015 flúði Hadi, forseti landsins, til borgarinnar Aden. Þar reynir hann að efla valdastöðu sína og endurheimta stjórn landsins. Aden var höfuðborg Suður-Jemen fram til ársins 1990. Talið er líklegt að borgarastyrjöld brjótist út í Jemen, sem gæti valdið því að landinu verði aftur skipt í tvö ríki, Suður- og Norður-Jemen. Vestræn ríki hafa því lokað sendiráðum sínum og sent starfsmenn heim.
Aðrar herskáar sveitir nærliggjandi landa hafa nýtt sér ástandið í Jemen og reynt að efla völd sín í landinu. Her Houthi-hreyfingarinnar hefur til að mynda átt í vopnuðum átökum við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin. Þann 20.mars 2015 stóð hryðjuverkahópurinn íslamska ríkið (ISIS) fyrir þremur sjálfsmorðsárásum á tvær moskur í höfuðborginni Sanaa. 142 einstaklingar létu lífið í árásunum og um 350 manns særðust. Moskurnar voru helst sóttar af Houthi hermönnum.
Nágrannaríkin hafa nær öll dregist inn í átökin í Jemen. Saudi Arabía, þar sem Sunni múslimar eru í meirihluta, styður Hadi fyrrum forseta Jemen og hefur sakað Íran, þar sem Shiite múslimar ráða ríkjum, og aðra óvini sína á svæðinu um að styðja Houthi-hreyfinguna. Hadi hefur beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð og sent bréf til öryggisráðsins.
Þann 25. mars 2015 hóf Saudi-Arabía skotárásir á Houthi-hreyfinguna í Jemen. Með 100 árásarflugvélum og 150.000 hermönnum hafa Saudi Arabar, ásamt Barein, Kúveit, Katar og Arabísku furstadæmunum sigrað Houthi-hreyfinguna í Jemen. Súdan, Marokkó, Egyptaland og Pakistan studdu einnig árásina. Bandaríkin veittu herstuðning og aðstoðuðu við flutninga og njósnir. Umsjónarmaður Sameinuðu þjóðanna í Jemen, Johannes van der Klaauw, tilkynnti þann 4.maí að loftárásir Saudi Araba á alþjóðlegum flugvelli í Jemen yrði að stöðva til þess að tryggja aðgang alþjóðlegra starfsmanna hjálparstofnana og ómissandi neyðarhjálp til íbúa landsins.
Hryðjuverk og íslamismi í Jemen
Houthi-hreyfingin hefur barist gegn al-Qaida í Jemen. Það hafa Bandaríkjamenn einnig gert í stríði þeirra gegn hryðjuverkum og meðal annars notað til þess ómannaða dróna. Átök milli Houthi-manna og ríkisstjórnarinnar veikti stöðu hennar og olli óstöðugleika í Jemen, sem varð til þess að al-Qaida gat styrkt sína stöðu í landinu.
20. mars 2015 blönduðust hin súnní-múslímsku hryðjuverkasamtök Íslamska ríkið inn í átökin í Jemen. Þrír sjálfsmorðssprengjumenn réðust gegn tveimur moskum í höfuðborginni Sana og drápu 142 manns. Moskurnar urðu skotmark Íslamska ríkisins vegna þess að þær eru aðallega sóttar af fylgjendum hinnar sjía-múslímsku Houthi-hreyfingar. Síðan þá hefur íslamska ríkið axlað ábyrgð á fleiri árásum í Jemen. Aðgerðir Íslamska ríkisins í landinu verður að skoða með hliðsjón af stefnu þess og fyrirætlunum á alþjóðavettvangi.
Sádi-Arabía, Íran og Sameinuðu arabísku furstadæmin
Sádi-Arabía og bandamenn þeirra tala um Húta eins og þeir séu stuðningsmenn Írans. Íranar og Hútar hafna þessu og neita því um leið að Hútar fái stuðning frá Íran. Sannleikurinn er sá að Houthi-hreyfingin hefur sín eigin markmið og hagsmuni, en þeir hafa í auknum mæli fengið stuðning frá Íran. Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Íran banna þeim að flytja út vopn til Jemen.
Á meðan Sádi-Arabía hefur tekið forystuna í baráttunni við Houthi hreyfinguna í norðri hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin leitt baráttuna í suðurhluta Jemen. Árið 2018 kom í ljós að Sameinuðu arabísku furstadæmin pyntuðu pólitíska fanga í Jemen í 18 fangelsum sem þeir höfðu sett upp í Jemen sem hluta af stríði sínu. passa þýðingu í öllum texta. Súdan og Frakkland hafa einnig verið með landher í Jemen.
Önnur ríki blanda sér í átökin
Sádí-Arabía, sem er stærsta súnnímúslímska ríkið á svæðinu, sakar erkióvininn í hinu sjía-múslímska Íran um að styðja Houthi-uppreisnarmennina. Forseti Jemen er sama sinnis en bæði Houthi-hreyfingin og yfirvöld í Íran vísa þessum ásökunum á bug. Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian er lítið sem bendir til þess að Houthi-hreyfingin njóti verulegs stuðnings frá Íran. Opinberlega styður Íran friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna (lesið meira um hana hér fyrir neðan).
26. mars 2015, í kjölfar beiðni um aðstoð frá forseta Jemen, hófu Sádí-Arabar og bandamenn þeirra loftárásir á skotmörk Houthi-hreyfingarinnar. Sádí-Arabar leiða bandalagið en hin ríkin sem taka þátt eru Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstaveldin, Barein, Kúveit, Qatar, Súdan, Marokkó, Senegal og Jórdanía. Markmið bandalagsins er að sigra Houthi-hreyfinguna og ríkin nota til þess 100 orrustuþotur og 150.000 hermenn.
Bandaríkin og Bretland hafa stutt herferðina með tæknilegri aðstoð, upplýsingaöflun og aukinni vopnasölu til bandalagsríkjanna. Sómalía hefur boðið bandalaginu að nota herstöðvar sínar, ásamt land- og lofthelgi. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Íran og Rússland hafa hins vegar gagnrýnt inngrip bandalagsríkjanna í átökunum, m.a. vegna þess að sprengjuárásir þeirra hafa gert ástandið verra fyrir óbreytta borgara í landinu. Í skýrslu sem kom út á vegum Sameinuðu þjóðanna í júní 2016 kom fram að bandalagsríkin báru ábyrgð á minnst 60 prósent þeirra 2000 barna sem létu lífið eða særðust í átökunum árið 2014, en Houthi-hreyfingin aðeins 20 prósent. Í ágúst bentu ritstjórnir The New York Times og The Guardian á að vegna stuðnings þeirra við Sádí-Arabíu beri Bandaríkin og Bretland ábyrgð á miklum fjölda látinna óbreyttra borgara í Jemen.
Hlutverk SÞ í deilunni
Frá því uppreisn Húti fylkingarinnar hófst árið 2011 hefur sérstakur sendimaður Sameinuðu þjóðanna verið staðsettur í Jemen. Þannig hafa Sameinuðu þjóðirnar reynt að fá hinar stríðandi fylkingar til að tala saman og sættast á lausn sem deilir völdunum í landinu milli þeirra. Sprengjuárásir Sádí-Araba og bandamanna þeirra eiga sinn þátt í því að slík lausn hefur ekki náðst. Þar að auki neyddist starfsfólk Sameinuðu þjóðanna að yfirgefa Jemen tímabundið.
Í febrúar 2014 veitti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heimild til að beita refsiaðgerðum gegn hópum sem grafa undan stöðugleika í Jemen. Eftir að Houthi-liðar tóku yfir stjórn höfuðborgar landsins beitti Öryggisráðið tvo leiðtoga Houthi-hreyfingarinnar og Saleh, fyrrverandi forseta landsins, refisaðgerðum. Aðgerðirnar eru hins vegar taldar hafa styrkt stöðu þeirra. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í skýrslu sem kom út í janúar 2016 að bæði Sádí-Arabíubandalagið og Houthi-hreyfingin hefði ráðist gegn óbreyttum borgurum og að þessar árásir gætu flokkast sem glæpir gegn mannkyninu.
Samningaviðræður milli ríkisstjórnarinnar og Húti fylkingarinnar hafa að hluta til farið fram undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt fram tillögu að friðarsamkomulagi, en það hefur reynst erfitt að fá báða aðila til að samþykkja öll atriði tillögunnar. Mikilvægustu atriði tillögunnar eru vopnahlé, minnkun vígbúnaðar í borgunum og einingarstjórn yfir landinu með fulltrúum beggja fylkinga. Í nóvember 2016 tilkynntu Húti-liðar að þeir hefðu einhliða sett á fót nýja ríkisstjórn í Jemen. Sendimaður Sameinuðu þjóðanna í landinu, Ismail Ould Cheikh Ahmed, hvatti Houthi-liða til að taka þá ákvörðun til baka og fylgja frekar friðartillögu Sameinuðu þjóðanna.
Samningaviðræður ríkisstjórnarinnar og Húti fylkingarinnar hafa að hluta farið fram á vegum Sameinuðu þjóðanna. Vopnahlé, að stöðva hervæðingu í þéttbýli og myndun sameiginlegrar samsteypustjórnar eru meðal markmiða sem SÞ reyna að fá deiluaðila til að ná saman um.
Í febrúar 2018 varð Bretinn Martin Griffith sérstakur sendimaður SÞ í Jemen. Honum var fyrst sérstaklega umhugað um að finna sameiginlega lausn á deilum um hafnarborginni Hodeida, sem er undir stjórn Houthi hreyfingarinnar þessa stundina. Sprengjuregn og ofbeldisfull barátta um yfirráð þar gæti haft hörmulegar afleiðingar fyrir almenna borgara.
Í desember 2018 skrifuðu deiluaðilar undir svokallaðan Stokkhólmssamning þar sem þeir sömdu meðal annars um vopnahlé í og við hafnarborgina Hodeida. Stokkhólmssamningurinn var mikilvægt skref í átt að samningslausn á deilunni. Samkomulaginu var fylgt eftir með ákvörðun í Öryggisráðinu sem stóð að baki samningnum og þar var stofnuð eining SÞ, Hudaydah samkomulagið (UNMHA) sem átti sjá til þess að færi eftir samkomulaginu.
Í nóvember 2019 var Riyad-samningurinn undirritaður milli Hadi-stjórnarinnar og and-Houthi sveitanna sem vilja aukna sjálfstjórn í suðri. Sérstakur sendimaður Sameinuðu þjóðanna sagði að samkomulagið væri mikilvægt skref í rétta átt en enn væri langt í land með að skapa varanlega friðarlausn í Jemen. Síðari þróun hefur sýnt að hernaðurinn heldur áfram.
Staða mannúðarmála
- Í mars 2022 tilkynntu nokkur mannréttindastofnanir Sameinuðu þjóðanna að yfir 17 milljónir manna í Jemen hefðu ótryggan aðgang að mat og mætti búast við að allt að 161.000 manns deyi úr hungri á árinu.
- Samkvæmt norska flóttamannaráðinu (2022) voru meira en 3,6 milljónir Jemena á vergangi innanlands, samkvæmt norska flóttamannaráðinu (2022).
- Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í september 2017 að sprengjuárásir á bandalag undir forystu Sádi-Arabíu væri helsta orsök dauða óbreyttra borgara í Jemen.
- Í ágúst 2016 bentu ritstjórar The New York Times og The Guardian á að Bandaríkin og Bretland, miðað við mikilvægan stuðning þeirra við Sádi-Arabíu, beri óbeina ábyrgð á háum fjölda látinna óbreyttra borgara í Jemen.
- Á tímabilinu 2015–2019 létust um 233.000 manns af völdum stríðsins, að sögn SÞ, annað hvort sem bein afleiðing stríðsátaka eða óbeint af völdum sjúkdóma og annarra banvænna afleiðinga stríðsins.