Hópurinn tilheyrir súnnúmúslímum og var áður hluti af al-Qaida. ISIS hefur tekist að vaxa hratt vegna óstöðugs, pólitísks ástands í Sýrlandi og Írak.
Hópurinn lýsti í júní árið 2014 yfir stofnun íslamsks ríkis á svæðunum sem hann hafði náð valdi á. Til að stöðva sókn ISIS hóf alþjóðlegur herafli undir stjórn Bandaríkjanna loftárásir á skotmörk ISIS í ágúst sama ár. Loftárásir eru enn í gangi.
Bakgrunnur
Öfgahópurinn IS var stofnaður árið 2003 í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna og Breta í Írak árið 2003. Markmið árásarinnar var að steypa af stóli stjórn Baath-flokksins í Írak undir forystu einræðisherrans Saddam Hussein. Bandaríkjamenn töldu sig geta sannað að Íraska ríkisstjórnin ætti gereyðingarvopn og að landið væri í samstarfi við hryðjuverkahópinn al-Qaida. Þetta var í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september árið 2001.
Innrásin varð til þess að stjórn Saddan Hussein missti völd sín en stjórnin hafði stutt súnnímúslíma sem voru í minnihluta í landinu. Síamúslímar voru hins vegar í meirihluta í nýju stjórninni. Stjórnarskiptin ollu átökum á milli ríkisstjórnarinnar og súnnímúslíma. Átökin á milli íraskra stjórnvalda og súnnímúslímanna, auk hersetu Vesturlanda í Írak, lagði grunninn að ISIS.
Aðilar í átökunum
Helstu aðilar í átökunum eru:
* Írak. Erfiðleikar eru í Írak vegna pólitísks óróa innanlands og veiks herafla og hafa Írakar beðið um aðstoð við að hrekja ISIS úr landi.
* Sýrland. Verið er að leggja Sýrland í rúst vegna borgarastyrjaldar á milli Assad-stjórnarinnar og herskárra uppreisnarhópa. ISIS er einn af þeim.
* Kúrdískir hópar. Ýmsir kúrdískir hópar berjast við ISIS á svæðum Kúrda. Þeir hafa verið ábyrgir fyrir mikilvægum hernaðarlegum sigrum á ISIS. Kúrdar vilja sjálfstætt ríki og eru að hluta til með sjálfstæði í Norður-Írak.
* Íran. Íranir hafa sent sérsveitir til að styðja við Íraksstjórn.
* Alþjóðlegt bandalag. Bandalagið undir forystu Bandaríkjamanna hefur síðan í ágúst 2014 stutt írakskar og kúrdískar sveitir með loftárásum og herþjálfun. Það hefur líka gert loftárásir í Sýrlandi.
Tyrkland. Tyrkir hafa verið með loftárásir á bæði kúrdíska hópa og ISIS. Tyrkir hafa áhyggjur af því að staða Kúrda í Írak verði svo sterk að það geti styrkt baráttu tyrkneskra Kúrda fyrir sjálfstæði.
Rússland. Rússar styðja stjórn Assad og hafa varpað sprengjum á skotmörk ISIS í Sýrlandi.
Átök ISIS og írösku ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórn Íraks hefur reynt að yfirbuga ISIS allt frá tilkomu hópsins árið 2003. Nouri al-Maliki forsætisráðherra Íraks frá 2006 til 14. ágúst 2014, var fulltrúi shía-arabíska meirihlutahópsins í Írak. Smám saman var litið á al-Maliki sem sundrandi afl í Írak og þrýstingi beitt úr mörgum áttum að hann segði af sér sem forsætisráðherra. Arftaki hans sem forsætisráðherra er Haider al-Abadi. Súnní-múslímar, sem eru u.þ.b. 20 prósent af íbúum Íraks, hafa ekki það vald í samfélaginu sem þeir höfðu áður þegar Saddam Hussein sat við völd í landinu (meira um stjórnarhætti Saddam Hussein er að finna á átasíðu Íraks). Íraska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir pólitík sem hefur útskúfað Súnní-múslíma og sætir ríkisstjórnin gagnrýni ISIS fyrir það. ISIS er því ákjósanlegur kostur fyrir marga súnnímúslima. Það sama á við um marga Sýrlendinga sem hafa upplifað hrottaskap sýrlensku Assad-stjórnarinnar (meira er fjallað um stríðið í Sýrlandi á átakasíðu Sýrlands).
ISIS skilur sig frá al-Qaida
ISIS var upprunalega hluti af hinu alþjóðlega kerfi al-Qaida og kallaðist „al-Qaida í Írak“ (nánar um al-Qaida-tengslanetið á átakasíðu Al-Qaida). Í febrúar 2014 spruttu upp átök á milli ISIS og samsvarandi hóps í Sýrlandi, „al-Nusra“ sem einnig tengist al-Qaida. Aðalbækistöð al-Qaida kaus að styðja al-Nusra og varpaði ISIS út úr tengslaneti al-Qaida. Þrátt fyrir það sigraði ISIS baráttu við al-Nusra sem gerð var í kjölfarið og yfirtók landsvæði í Sýrlandi. Þetta leiddi til þess að á meðal nýrra meðlima ISIS voru margir fyrrverandi hermenn al-Nusra.
ISIS á margt sameiginlegt með hugmyndafræði al-Qaida en hefur aðra nálgun til að ná markmiðum sínum. ISIS leggur áherslu á íslamskt ríki samhliða því að berjast gegn óvininum. Hópurinn lítur ekki eingöngu á íslamskt ríki sem markmið heldur líka sem aðferð. ISIS hefur lítur einnig síamúslíma fjandsamlegri augum heldur en al-Qaida gerir. ISIS er upptekið af hugmyndafræði og hernaðaráætlun og eru meðlimirnir virkir í að miðla því á internetinu þar sem þeir hvetja múslíma til að styðja ISIS og flytja til Hins íslamska ríkis.
Baráttan um landsvæði verður öflugri
ISIS tók árið 2014 stjórnina á landsvæðum bæði í Sýrlandi og Írak. Það var mögulegt í Sýrlandi vegna þess öngþveitisástands sem fylgir borgarastyrjöldinni þar. ISIS naut auk þess góðs af þeim stuðningi sem Saudí-Arabía, Qatar, Bandaríkin og fleiri veittu uppreisnarmönnum í Sýrlandi í baráttunni gegn stjórn Assad.
Íraskir heraflar í Írak hafa ekki verið nógu sterkir gagnvart ISIS, sem í ágústmánuði árið 2014 tók stjórnina yfir vatnsmesta uppistöðulóni Íraks, Mosul-lóninu (lónið er fjárhagsleg auðlind en getur einnig nýst sem vopn; annað hvort með því að loka fyrir vatnsstreymið og skapr þar af leiðandi þurrka sunnar eða með því að opna flóðgáttirnar með skelfilegri flóðbylgju sem afleiðingu). Daginn eftir að Mosul-lónið komst í hendur ISIS hófu Bandaríkjamenn að varpa sprengjum á skotmörk ISIS á svæðinu (þetta leiddi til þess að ISIS missti valdið yfir vatnskerfinu). Þaðan í frá hefur verið lögð meiri áhersla á baráttuna gegn ISIS en gegn stjórn Assad.
Með sprengingunum sýndu Bandaríkjamenn stuðning sinn við írakskar-kúrdískar sveitir og landsheri hryðjuverkaandstæðinga sem í sameiningu tóku yfir stjórn á uppistöðulóninu. Sprengjuárasir hafa haldið áfram. Bandaríkjamenn vilja ekki senda eigin her á land í baráttuna við ISIS en hefur engu að síður umtalsverðan fjölda hermanna í Írak.
*(Meira um baráttu Kúrda fyrir sjálfstæði er að finna á átakasíðu Kúrdístran.)
Fjöldi loftárása alþjóðlega bandalagsins
Aukin afskipti Bandaríkjamanna í Írak gætu annars vegar veikt ISIS hernaðarlega en hins vegar er samband Bandaríkjanna og Íraks langt og sundurleitt og margir Írakar vilja vera óháðir yfirráðum hins vestræna heims. Því gæti nærvera Bandaríkjamanna líka styrkt ISIS pólítískt séð.
Hugmyndafræði ISIS: Hið nýja kalífat
Átökin við ISIS snúast aðallega um baráttu um völd og landsvæði. Þau snúast líka um hugmyndafræði. Þegar ISIS tilkynnti að það hefði stofnað íslamskt ríki tilkynnti það jafnframt að hópurinn sé nýtt kalífat. Þetta er hugtak sem hefur mikið táknrænt gildi í hinum múslímska heimi. Hin mismunandi múslímsku veldi sem hafa orðið til í gegnum mannkynssöguna er oft lýst sem kalífötum. Kalífati er stjórnað af kalífa sem upphaflega var talinn vera arftaki Múhameðs spámanns og talinn leiðtogi allra múslíma á jörðinni. Kalífi er með bæði pólitískt og trúarlegt vald. Kalífi er einnig háður íslamskri löggjöf, sjaría. Hugmyndafræði ISIS reynir einnig að endurheimta því sem lýst er sem horfnu, íslömsku blómaskeiði, gullinni fortíð fyrir tíma vestrænnar heimsvaldastefnu og spilltum leiðtogum.
ISIS kveðst hafa réttmæti sem kalífat og sem sannað er með hernaðarlegri velgengni þeirra. Leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi, getur á þann hátt kallað sig sannan kalífa svo lengi sem ISIS tekur hernarðarlegum framförum. Það eru samt tiltölulega fáir múslímar í heiminum sem viðurkenna Íslamska ríkið sem kalífat og al-Baghdadi sem sannan kalífa.
Hin róttæka hugmyndafræði getur verið mikilvæg til að útskýra það grimma ofbeldi sem ISIS beitir. Grimmdin er oft sýnd opinberlega með táknrænu ofbeldi svo sem þegar menn eru hálsgöggnir eða krossfestir. Fyrir utan að vilja valda hræðslu getur slíkt upphafið ofbeldi skýrst af hugmyndafræði ISIS, nefnilega hugmyndinni um að ofurvald og hernaðarsigrar séu það sem tengist viðurkenning guðs. Á þann hátt getur ofbeldið litið út sem einhvers konar sönnun þess að Íslamska ríkið sé hið sanna kalífat með samþykki guðs.IS og fremmedkrigernes rolle
ISIS fær stuðning erlendis frá
Hugmyndafræðileg sannfæring er líka ein af mörgum mögulegum ástæðum þess að stríðsmenn frá öðrum löndum en Írak og Sýrlandi taka þátt í átökunum. CIA áætlaði í september árið 2014 að fjöldi ISIS-stríðsmanna í Sýrlandi og Írak væri á milli 20.0000-31.500. Mikilvægustu svæðin þar sem liðsöflun fer fram fyrir utan Evrópu og Mið-Austurlönd eru löndin á Balkanskaganum og ríkin sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Talið er um að í janúar 2015 hafi um 70 norskir ríkisborgarar barist með ISIS.
Boko Haram lýsti yfir hollustu við ISIS í mars 2015 en Boko Haram er íslamskur hryðjuverkahópur í Nígeríu. ISIS hefur síðan lokið lofsorði á yfilýsingu Boko Haram um hollustu við samtökin sem hafa gefið út að kalífatið hafi stækkað um eitt hérað í Vestur-Afríku. ISIS hafa einnig framið hryðjuverkaárásir fyrir utan aðalsvæði sitt í Mið-Austurlöndum, m.a. í Líbíu og Jemen.
Hryðjuverkaárásir í Evrópu
Hryðjuverk voru framan í París í Frakklandi föstudaginn 13. nóvember árið 2015. Að minnsta kosti 129 manns létu lífið og sagðist ISIS standa á bak við árásirnar. Þetta leiddi til aukins ótta og aukinnar öryggisráðstöfunar í Evrópu auk þess sem Frakkar juku við sprengjuárásir sínar á skotmörk ISIS í Mið-Austurlöndum.
Óljóst er hvaða hlutverki stjórnendur ISIS hafa haft í hryðjuverkaárásunum í París. Slík árás er engu að síður í samræmi við stefnu og hugmyndafræði ISIS. Tilgangurinn er að auka spennuna í Evrópu á milli múslíma og annarra. ISIS vonar að vantraust og mismunun gegn múslímum í Evrópu muni aukast vegna hryðjuverkanna. Það myndi styrkja hugmyndafræði ISIS þar sem ISIS heldur því fram að Vesturlönd séu andstæðingur Íslam. Það gæti leitt til aukinna möguleika á að múslímar, sem finnst þeir ekki lengur vera velkomnir í Evrópu, gengju til liðs við ISIS.
Alvarlegt ástand fyrir óbreytta borgara
Átökin við ISIS hafa leitt til gríðarlegrar áraunar fyrir óbreytta borgara bæði í Sýrlandi og Írak. Borgarastyrjöld var í Sýrlandi þegar ISIS náði fótfestu í landinu. Engar áreiðanlegar tölur eru til sem sýna hve margir hafa flúið eða látið lífið sem bein afleiðing af baráttunni við ISIS. Þetta eru lykiltölur varðandi fjölda í Sýrlandi:
- Rúmlega 200.000 manns hafa verið drepnir og rúmlega ein milljón slasast frá því borgarastyrjöldin hófst.
- Meira en helmingur þjóðarinnar hefur neyðst til að flýja heimili sín og oft nokkrum sinnum.
- 12,2 milljónir eru háðar mannúðaraðstoð og á meðal þeirra eru 5,6 milljón börn.
Margra ára stríð og órói hafði sett svip sinn á Írak þegar átökin við ISIS brutust út fyrir alvöru.
- 2,9 milljón manns hafa flúið heimili sín frá því í janúar 2014 vegna átaka við ISIS.
- 8,2 milljón manns þarfnast mannúðaraðstoðar vegna átakanna við ISIS.