Bakgrunnur
Íslömsku hryðjuverkasamtökin Boko Haram eiga upptök sín í Nígeríu. Átök sem tengjast trú og þjóðerni eiga sér langa sögu þar í landi. Eftir umskiptin frá herstjórn í borgaralega stjórn um 1990 hafa trúarlegar mótstöður orðið sjáanlegri. Þá er um að ræða átök á milli kristinna í suðri og múslíma í norðri. Boko Haram hefur vaxið í kjölfar þessara norður-suður átaka í Nígeríu þar sem trúarlegur bakgrunnur er miðjupunkturinn.
Trúarleg átök í Nígeríu.
I norðurhluta landsins eru múslímar í fleirtölu á meðan kristnir dóminera í suðri. Þessir tveir trúarhópar eru álíka stórir í landinu og eru flestir íbúar landsins annaðhvort kristnir eða múslímar. Þessir tveir hópar hafa lengi staðið í átökum.
Á árunum 1999-2000 varð ágreiningurinn á milli trúarhópanna enn meiri þar sem fleiri og fleiri héruð tóku að sér nýja löggjöf (Sharia). Af mörgum ástæðum varð aukin pressa á stjörnvöld að stoppa þetta og var tekin sú ákvörðun að banna Sharia-löggjöfina í febrúar árið 2000. Þrátt fyrir þetta er Sharia enn stunduð í nokkrum héruðum. Hefur það leitt til ítrekaðra árskstra og ofbeldisfullra átaka á milli yfirvalda og mismunandi íslamskra hópa. Fremst þeirra hópa stendur Boko Haram, hryðjuverkasamtök sem nota hryðjuverk til að ná fram stjórnmálalegum markmiðum.
Stofnun Boko Haram
Boko Haram var stofnað árið 2002 en það var ekki fyrr en árið 2009 að hópurinn byrjaði að notast við ofbeldi með markvissari hætti. Samtökin eru hvorki rík né stór og verða þau sér úti um peninga með bankaránum, smygli og peningaplotti. Samtökin samanstanda af nokkrum þúsund hermönnum. Nýliðun á sér stað með þeim hætti að þeir taka að sér unga menn sem hafa mistekist í Nígerísku samfélagi.
Andstaða gegn nýlendustefnu og vestrænni menntun
Nafnið „Boko Haram“ er yfirleitt þýtt sem „vestræn menntun er synd“, eða eins og hryðjuverkasamtökin sjálf hefða að: „Vestræn menning er bönnuð“. Andstaða og fyrirlitning fyrir vestrænni menntun á sinn bakgrunn i andstöðu gegn vestrænni nýlendustefnu í Afríku. Hugmyndafræði Boko Harams fylgir því langri hefð stjórnarandstöðuhreyfinga í Nígeríu.
Andstaða gegn svokallaðri „vestrænni menntun“ átti sér nú þegar stað í Nígeríu þegar að Bretar tóku stjórn þar í landi árið 1903. Kostnaður í kringum bresku stjórnina bitnaði á múslímska Sokoto-kalífatinu. Bresk nýlendustefna sem var með kristnar rætur, var nú þegar farin að skapa átök í Nígeríu sem snérust um trúarlegan bakgrunn fólks.
Þessi átök sem urðu til vegna andspyrnu nýlendustefnunnar hafa með tímanum samtvinnast með fjárhaglsegum mismun þar sem múslíma-dómineraða norður er mun fátækara enn það kristna-dómineraða í suðri.
Trúarlegur bakgrunnur og fjárhagslegur mismunur
Í norðri lifir 72% íbúa undir fátækramörkum en einungis 27% í suðri. Ein af ástæðum aukinna öfga er óánægja með stéttarmismuninn, það er, stóri fjárhagslegi munurinn á milli kristinna og múslíma. Gremjan og reiðin sem á sér stað hjá múslimum í norðri tengist sérstaklega miklu atvinnuleysi. Óánægjan tengist einnig mikilli spillingu elítu landsins sem þróaðist í suðri. Aukið ofbeldi lögreglunnar og hersins styrkir einnig óánægjuna.
Átökin í Nígería snúast um trú og fjárhágslegar áhyggjur, yfirvöld á annari hlið en Boko Haram á hinni. Þessi átök snúast einnig um þjóðerni þar sem Boko Haram sækja sér nýja hermenn hjá þjóðernisflokknum Kanuri. Þetta getur skapað þjóðernislega vídd sem eykur talsverðar líkur á að saklausir einstaklingar verða fórnarlömb.
Hugmyndafræði Boko Haram
Markmið Boko Harams er að búa til hreint íslamskt ríki sem stýrist samkvæmt Sharia löggjöfinni, aðallega í hverfunum í norður Nígeríu. Stefna þeirra er að nota ofbeldi þegar eitthvað fellur ekki að þeirra hugmyndafræði. Ástæða hryðjuverkanna er að vekja ofbeldisfull viðbrögð yfirvalda. Óánægja íbúa landsins gegn yfirvöldum muni þá aukast og íbúar styðji hryðjuverkasamtökin fremur enn yfirvöld landsins.
Boko Haram ræðst á ríkið sem og múslímska forystuhópa í Nígeríu. Þrátt fyrir að Boko Haram berjist fyrir svokölluðum íslömskum gildum eru um það bil 90% fórnarlamba þeirra aðrir múslímar þar sem þeir voru ekki rétttrúaðir.
Hryðjuverk Boko Haram
Mælingarnar eru ekki pottþéttar en The Council of Foreign Affairs í Bandaríkjunum áætlar að Boko Haram hafi framið yfir 20.000 morð frá árinu 2011. Árið 2014 voru þeir þau hryðjuverkasamtök sem framið höfðu flest morð í heiminum samkvæmt The Institute of Economics and Peace. Hryðjuverkasamtökin eru einnig þekkt fyrir að nota saklausar manneskjur, þá sérstaklega konur og börn, sem sjálsmorðsprengjur eða barnahermenn.
Boko Haram fékk alþjóðlega umfjöllun þegar þeir rændu 200 ungum skólastúlkum í apríl 2014. Sameinuðu þjóðirnar reiknuðu út í janúar 2016 að Boko Haram væru búnir að ræna á milli 2000-7000 konum og stúlkum.
Fjöldamorðin í Baga
Í byrjun ársins 2015 framkvæmdu Boko Haram áras á bæjina Baga og Doron Baga í Nígeríu ásamt því að kveikja í bæjunum nálægt. Hversu margar manneskjur létu lífið er ekki vitað fyrir víst. Nígersk yfirvöld hafa haldið því fram að nokkur hundruð manneskjur hafi misst lífið en samkvæmt skýrslum vestrænna miðla létust 2000 manneskjur. Talsmaður Boko Haram sagði að árásin á Baga hafi verið mikilvæg vegna fjárhags og hernaðar Nígerískra yfirvalda. Eftir þessa hrottafengnu árás flúðu þúsundvís íbúa til nágrannalandsins Tjad en margir létu lífið á leið yfir Tjad-sjóinn
Bandamenn og andstæðingar Boko Harams
Nígeríska stjórnin ásamt her landsins reyna að berjast gegn Boko Haram. Með þeim í liði eru nágrannalöndin Níger, Tjad og Kamerún. Amnesty Internatinal hafa kennt Nígerískum stjórnvöldum um brot gegn mannréttindum eftir að 950 Boko Haram uppreisnarmenn dóu í fanglesi árið 2013.
Ofbeldið sem Boko Haram beitir hefur frá árinu 2009 stigmagnast, bæði í tíðni og styrkleika. Þeir tóku meðal annars ábyrgðina á sprengingunni á skrifstofu Sameinuðu Þjóðanna í bænum Abyja árið 2011 þar sem 21 manneskja missti lífið. Vorið 2013 ákvað Nígeríski forsetinn Goodluck Jonathan að blanda stjórnarhernum inn í deilurnar með það að markmiði að hrekja Boko Haram í burtu frá Borno-svæðinu. Þessi tilraun forsetans virkaði tímabundið, Boko Haram hryðjuverkasamtökin stigmögnuðust hratt á svæðinu aftur.
Boko Haram á bandamenn hjá mismunandi al-Qaidahópum í Afríku. Þeir hafa meðal annars unnið með þeim í aðgerðum norður í Malí síðan 2011.
Í mars árið 2015 lýstu Boko Haram yfir tryggðarböndum við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið(ÍSIS), sem eiga sín kjarnasvæði í Írak og Sýrlandi. ÍSIS samþykkti bandalag við Boko Haram. Þetta bandalag er samkvæmt ÍSIS framlenging á ÍSIS-kalífati.
Ástandið í dag
Eyðilegging Boko Harams og fjárhagsleg niðursveifla hefur leitt til mannúðlegrar kreppu í Nígeríu og hverfunum þar í kring. Samkvæmt Human Response Plans hafa 10,7 milljónir manna þurft á lífsnauðsynlegri aðstoð að halda árið 2017. Skortur á gróðurmold hefur gert það að verkum að matur er ábótavant og milljónir manna gætu soltið í hel. Flestir þeirra eru börn. Boko Haram hefur einblítt í miklu magni á að eyðileggja skóla og að koma í veg fyrir menntun sem hefur leitt til þess að 1200 skólar eru ónýtir. Það hefur haft áhrif á 3 milljónir skólabarna. Átökin hafa einnig leitt til þess að milljónir manneskja hafa verið þvingaðar til að flýja eigin heimili.
Á árunum 2015-2016 hefur nígeríski herinn og bandamenn hans náð að hrekja Boko Haram í burtu frá mörgum svæðum sem þeir höfðu tekið yfir. Þetta hefur veikt hryðjuverkahópinn. Þrátt fyrir þetta hefur Boko Haram haldið áfram með ofbeldisfullar hryðjuverkaathafnir og notast við sjálfsmorðsprengingar í auknu magni.
Öryggisráð Sameinu þjóðanna hefur gagnrýnt verknaði Boko Harams mörgum sinnum en heldur sig í burtu frá átökunum og telja þau innanríkismál. Ástæða þess er takmarkaður vilji nígerískra yfirvalda um aukna aðstoð frá her Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir þetta hefur flóttamannastraumur frá Nígeríu og hryðjuverkaathafnir Boko Harams gert það að verkum að öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna fylgist vel með atburðunum.
Sameinuðu Þjóðirnar hafa semsagt ekki neina friðargæsluliða í Nígeríu, en hafa þó pólitískt verkefni er varðar landamæraátök á milli Nígeríu og Kamerún sem ganga út á að fylgjast með hvort að löndin fylgi landamæramörkunum sem Alþjóðlegi dómstólinn í Haag (ICJ) hefur skilgreint.
Tveir pólitískír flokkar Sameinuðu þjóðanna, einn fyrir Vestur-Afríku og annar fyrir Sahel-svæðið, voru sameinaðir í janúar 2016 undir nafninu United Nations Office for West Africa and the Sahel (UNOWAS). Tilgangurinn með sameiningunni var að fá betri samhæfingu innan Sameinuðu Þjóðarinnar og fleiri landa á svæðinu. UNOWAS leggur áherslu á frið og öryggi.
Í kjölfar mannúðlegu kreppunnar í landinu, eru mörg samtök innan Sameinuðu Þjóðanna í þar að sinna mannúðlegum störfum.