Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | London |
Þjóðernishópar: | Hvítir, svartir, Indverjar, Pakistanar og aðrir |
Tungumál: | Enska, velska og gellíska |
Trúarbrögð: | Kristnir 71%, múslimar 3%, hindúar 1%, aðrir/ótilgreint 25% |
Stjórnarform: | Þingbundin konungsstjórn |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 54 603 PPP$ |
Landafræði
Bretland er bandalag fjögurra yfirráðasvæða: Englands, Wales, Norður-Írlands og Skotlands. Stærstur hluti Wales og Skotlands er hálendi, með dölum, stöðuvötnum og þröngum fjörðum. England og Norður-Írland einkenna sléttlendi og ávalar hæðir. Á grunnsævi við Bretlandseyjar eru víða góð fiskimið. Loftslagið er temprað, með mikilli úrkomu allt árið. Hitastigið er breytilegt og er undir áhrifum frá Golfstraumnum sem streymir upp með vesturströnd eyjanna. Það er heitast og þurrast í suðaustri, en kaldast og blautast í norðri, þar sem loftslagið minnir á Ísland. Bretland á við mikil umhverfisvandamál að stríða. Mikil loftmengun er í borgunum og úrgangur frá iðnaði mengar drykkjarvatnið. Stjórnvöld settu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar af stað umfangsmiklar aðgerðir sem hægt, en örugglega, hafa bætt úr ástandinu.
Saga
Rómverjar hertóku Bretlandseyjar 100 árum fyrir Krist. Keltar og aðrar þjóðir sem lítið er vitað um höfðu búið á eyjunum þar til þá. Eftir að Rómverjarnir drógu sig út á fimmtu öld, voru eyjarnar hernumdar hvað eftir annað af norrænum víkingum og Söxum. Í kringum árið 1100 voru konungsdæmin England og Skotland stofnuð. Þessir tveir nágrannar áttu í miklum átökum fram til ársins 1707, þegar þeir sameinuðust í eitt konungsdæmi. Næstu árhundruð lögðu breskir sæfarar undir sig gríðarlega stór landsvæði út um allan heim. Ein af ástæðum þess að Bretum tókst að stofna stærsta heimsveldi sögunnar var tæknilega forskotið sem þeir fengu með iðnbyltingunni á Bretlandi á nítjándu öld. Landið var í megnihlutverki í báðum heimsstyrjöldunum og eftir seinni heimsstyrjöldina voru langflestir hlutar heimsveldisins gerðir að sjálfstæðum ríkjum. Á árunum eftir stríð hefur Bretland markað sér mikilvæga stöðu á sviði alþjóðastjórnmála.
Vistfræðileg fótspor
2,5
jarðarkúlur Bretland
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Bretland, þá þyrftum við 2,5 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Á Bretlandi er þingbundin konungsstjórn, þar sem forsætisráðherra fer með æðsta pólitíska valdið. Neðri málstofa breska þingsins er eitt af elstu þjóðþingum heims og á rætur sínar að rekja til samruna Skotlands og Englands árið 1707. Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn eru helstu stjórnmálaflokkarnir, en fjöldi smáflokka á einnig sæti á þingi. Bretland er eitt af fimm fastaríkjunum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og er áhrifamikið innan Evrópusambandsins og NATO. Landið hefur haft mikil áhrif í alþjóðastjórnmálum og hefur langa hefð fyrir samstarfi við Bandaríkin. Bretland á í nánu sambandi við fyrrum nýlendur sínar, og margir innflytjendur hafa átt þátt í að gera landið fjölmenningarlegt og fjölþjóðlegt.
Lífskjör
14 / 169
HDI-lífskjör Bretland
Bretland er númer 14 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Bretland er eitt af stærstu hagkerfum heims, og tók þátt í stofnun G8 stofnunarinnar, sem er sameiginlegur vettvangur ríkustu landa heims. Eitt prósent af vinnuaflinu vinnur við háþróaðan landbúnað sem framleiðir meira en 60 prósent af landbúnaðarvörum sem landið þarfnast. Allt frá iðnbyltingunni til eftirstríðsáranna var Bretland fremsta iðnaðarþjóð heims, en undanfarinn áratug hefur iðnaðurinn vikið fyrir fjármálafyrirtækjum, tryggingarfyrirtækjum, fjárfestingarfyrirtækjum og ferðaþjónustu. Landið hefur umtalsverðan olíuiðnað, en er háð innflutningi á olíu til að mæta eftirspurn. London er ein mikilvægasta fjármálamiðstöð heims.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Bretland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
0,4
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Bretland
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
54 603
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Bretland
Lífskjör
14 / 169
HDI-lífskjör Bretland
Bretland er númer 14 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
Gögn vantar
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
10,0
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Bretland
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
9,1
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Bretland
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,098
GII-vísitala í Bretland
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
2,5
jarðarkúlur Bretland
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Bretland, þá þyrftum við 2,5 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
4,60
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Bretland
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Bretland
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
1,6
Fæðingartíðni Bretland
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
4
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Bretland
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
Gögn vantar