Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Ouagadougou
Þjóðernishópar: Mossi 52 %, aðrir 48% (2010)
Túngumál: Franska, súdönsk tungumál
Trúarbrögð: Múslímar 50%, hefðbundin trúarbrögð 40%, kristnir 10%
Íbúafjöldi: 23 251 485 (2023)
Stjórnarform: Þingræði
Svæði: 274 220 km²
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 2 546 PPP$
Þjóðhátíðardagur: 11. desember

Landafræði

Búrkína Fasó liggur ekki að sjó, heldur er landið í hinu þurra Sahel-belti í Vestur-Afríku. Stór hluti landsins er hitabeltisgresja um 200–300 metrum yfir sjávarmáli. Gróðurinn er fjölbreyttur, allt frá gróðursælli hitabeltisgresju í suðri til þyrnirunna og þurrsteppu (gresju) í norðri. Dýralíf er einnig fjölbreytt, meðal annars fílar, flóðhestar, antílópur, ljón og hlébarðar. Í Búrkína Fasó er hitabeltisloftslag með miklum mun þurrka- og regntímabils. Vatn er fágæt auðlind vegna lítillar meðalúrkomu og langra þurrkatíma. Eyðimerkurmyndun og jarðvegseyðing eru alvarleg umhverfisvandamál í landinu.

Saga

Áður en Frakkar gerðu Búrkína Fasó að nýlendu sinni ríkti þar svonefnt Mossi-konungsdæmi. Mossi-konungarnir stjórnuðu landinu í yfir fimm hundruð ár og voru þekktir fyrir flókið stjórnkerfi og dreifingu valds til héraðanna. Búrkína Fasó, áður nefnt Efra-Volta, fékk sjálfstæði árið 1960 eftir að hafa verið frönsk nýlenda frá 1904. Ýmsar herstjórnir hafa verið við völd í landinu eftir sjálfstæði. Sankara kapteinn rændi völdum í landinu árið 1983 og breytti nafni þess úr Efra-Volta í Búrkína Fasó sem þýðir „land hinna heiðarlegu“. Sankara var mjög vinsæll forseti og álitinn forseti fólksins. Hann gerði byltingu gegn forréttindum elítunnar og barðist fyrir þróun landsbyggðarinnar. Árið 1987 var Sankara forseti myrtur af nánasta samstarfsmanni sínum, Blaise Compaore.

Vistfræðileg fótspor

8

0,8

jarðarkúlur Búrkína Fasó

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Búrkína Fasó, þá þyrftum við 0,8 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Compaore hefur verið við völd frá því í valdaráninu árið 1987. Hann setti nýja stjórnarskrá og innleiddi fjölflokkakerfi. Stjórnarandstaðan heldur því fram að Compaore hafi svindlað í kosningunum og viðurkennir ekki úrslit þeirra. Stjórnmálaástand í landinu hefur breyst mikið frá árinu 1998 þegar ritstjóri óháða dagblaðsins „L’Indépendant“ var myrtur af öryggissveitum forsetans. Atburðurinn kom af stað miklum mótmælum frá stjórnarandstöðunni og borgaralega samfélaginu. Forsetinn sigraði í kosningunum 2005 þrátt fyrir að hafa tapað stuðningi. Samkvæmt opinberum tölum fékk hann yfir 80% atkvæða í kosningunum. Vegna ólöglegrar demanta- og vopnasölu til uppreisnarhreyfinga bæði í Síerra Leóne og Angóla er samband Búrkína Fasó við nágrannalöndin spennuþrungið.

Lífskjör

Búrkína Fasó er númer af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Búrkína Fasó er eitt af fátækustu löndum heims. Landið hefur undanfarin ár tekið nokkrum efnahagslegum framförum sem hefur þó að litlu leyti komið almenningi til góða. Um 90 prósent íbúa landsins vinna við landbúnað. Fleiri þúsundir landbúnaðarverkamanna flytjast til nágrannalandanna á þurrkatímum í leit að vinnu. Þeir peningar sem unnið er inn erlendis og sendir heim hafa mikla þýðingu fyrir efnahag landsins. Mikilvægustu útflutningsafurðirnar eru bómull, nautgripir og gull og hefur bómull verið mikilvægust þeirra. Námuvinnsla er ekki mikið stunduð vegna mikils stofnkostnaðar og langrar vegalengdar að höfnum. Landið er háð alþjóðlegri þróunaraðstoð og fékk árið 2000 aðstoð meðal annars í formi afskrifta á skuldum. Á tíunda áratugnum gekkst Búrkína Fasó undir aðgerðaáætlun frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Stór hluti af iðnaði í ríkiseigu var í kjölfarið einkavæddur.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Búrkína Fasó fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

5 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,5

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Búrkína Fasó

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

1

2 546

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Búrkína Fasó

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

Búrkína Fasó er númer af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

0 6 10 10 10 10 10 10 10 10

1,4

Hlutfall vannærðra íbúa Búrkína Fasó

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 8 0

8,8

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Búrkína Fasó

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

6

0,621

GII-vísitala í Búrkína Fasó

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

8

0,8

jarðarkúlur Búrkína Fasó

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Búrkína Fasó, þá þyrftum við 0,8 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

3

0,25

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Búrkína Fasó

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

23 251 485

Fólksfjöldi Búrkína Fasó

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 10 10 10 6

4,6

Fæðingartíðni Búrkína Fasó

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83

83

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Búrkína Fasó

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 4 0 0 0 0 0 0

3,4

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Búrkína Fasó

Tölfræði um ólæsi

Kort af Búrkína Fasó