Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Nay Pyi Taw |
Þjóðernishópar: | Búrmar 68%, shan 9%, karen 7%, rakhine 4%, kínverjar 3%, asíubúar 2%, mon 2%, aðrir 5% |
Túngumál: | Búrmíska, önnur mál |
Trúarbrögð: | Búddistar 89%, kristnir 4%, múslímar 4%, andatrúarmenn 1%, aðrir/óskilgreint/ekkert 2% |
Stjórnarform: | Herforingjastjórn |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 4 870 PPP$ |
Landafræði
Hægt er að skipta Búrma í þrjú landfræðileg svæði: fjallgarðarna í vestri, sléttusvæðið í miðju landsins og Shan hásléttuna í austri. Margir fjallgarðar teygja sig út frá Himalaja og liggja langsum í gegnum landið. Á milli fjallanna er fjöldi langra dala. Meira en helmingur landsins er þakinn þéttum skógi og meðfram strandlengjunni er frjósamur jarðvegur. Í Búrma er hitabeltisloftslag með miklum mun á milli árstíða og mikilli úrkomu á regntímanum. Meðalhiti er hár í öllu landinu með nokkrum mun á milli suðurs og norðurs. Eyðing skóga og úrgangur frá olíuvinnslu eru helstu umhverfisvandamál landsins.
Árið 2008 skall hvirfilbylurinn Nargis á Búrma og olli miklum skemmdum. Um 140.000 manns létu lífið í hörmungunum og tugir þúsunda fleiri týndust þegar hvirfilbylurinn gekk yfir. Mörg hundruð þúsund heimila eyðilögðust.
Saga
Búrma var sameinað í eitt land á 11. öld. Eftir yfirráð Kublai Khans í landinu á 13. öld hófst langt tímabil óstöðugleika þar sem hver keisarinn tók við af öðrum. Á miðri 18. öld var komið á sameiginlegri stjórn yfir öllu svæðinu þegar Shan-konungsdæmið í norðri náði völdum yfir suðurhlutunum. Þensla breska heimsveldisins til Asíu snemma á 19. öld náði til Búrma og endaði með því að landið var gert að hluta af breska Indlandi árið 1886. Búrma hlaut sjálfstæði árið 1948. Tíu árum eftir sjálfstæði varð stjórnarkreppa í landinu sem endaði með valdaráni árið 1962. Herinn barði mótmæli niður harðri hendi og árið 1974 var nafni landsins breytt í Alþýðulýðveldið Búrma, stjórnað af Sósíalistaflokki Búrma. Flokkurinn var einn við stjórnvölinn fram til ársins 1988 þegar nýtt valdarán hersins steypti pólitískum valdhöfum af stóli og herforingjar skiptu ráðherrastólum á milli sín.
Vistfræðileg fótspor
1,0
jarðarkúlur Búrma (Mjanmar)
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Búrma (Mjanmar), þá þyrftum við 1,0 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Búrma er einræðisríki stjórnað af herráði sem í sitja tólf hershöfðingjar. Herforingjastjórnin hefur verið við völd síðan í valdaráninu árið 1988 og hefur gert Búrma að einu af stjórnarfarslega vanþróaðasta löndum heims. Aung San Suu Kyi, forystumaður öflugasta stjórnarandstöðuflokksins og mannréttindasinni, var sett í stofufangelsi árið 1989. Meðferðin á henni hefur leitt til fordæmingar alþjóðasamfélagsins á herforingjastjórninni og árið 1991 hlaut Suu Kyi friðarverðlaun Nóbels. Árið 1990 voru í fyrsta sinn í 40 ár haldnar lýðræðislegar kosningar. Hreinn kosningasigur stjórnarandstöðunnar var hundsaður af herforingjastjórninni sem hélt uppteknum hætti við einræðisstjórnina. Landið hefur undanfarin ár verið tengiliður við nútíma þrælasölu, sölu eiturlyfja og kynlífsþrældóm. Herforingastjórnin hefur reynt að ná tökum á andstæðingum sínum í ólíkum þjóðfélagshópum allt frá valdaráninu 1988. Hún breytti nafni landsins í Mjanmar árið 1989, en hið nýja nafn er ekki viðurkennt af alþjóðasamfélaginu og er fremur táknrænt fyrir hrottafengnar stjórnunaraðferðir herforingjastjórnarinnar.
Árið 2007 hófu munkar í Búrma mótmæli gegn herforingjastjórninni sem svaraði með mikilli hörku og ofbeldi. Alþjóðasamfélagið gagnrýndi þessi hörðu viðbrögð við friðsamlegum mótmælum.
Árið 2010 voru haldnar fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Búrma. Flokkurinn USDP (Union Solidarity and Development Party) sem hafði stuðning hersins fékk meirihluta atkvæða og tók við stjórn landsins árið 2011. Forseti Búrma, Then Sein, hefur frá árinu 2011 komið í gegn ýmsum lýðræðisumbótum. Til að mynda hefur stofufangelsi Aung San Suu Kyi verið aflétt og er stjórnmálaflokkur hennar, NLD (National League for Democracy), nú annar stærsti flokkur landsins. Herinn hefur þó enn mikil völd og er fjórðungur þingsæta frátekinn fyrir fulltrúa hersins, sem hafa í raun neitunarvald þegar kemur að breytingum á stjórnarskrá landsins. Margir hafa ásakað herinn um kosningasvind og segja að hin nýja lýðræðislega stjórn landsins sé í raun bara framhald af herforingjastjórninni. Þó er ljóst að ástand mannréttinda í landinu er mun betra eftir stjórnarfarsbreytinguna. Then Sein, forseti, hefur til að mynda komið á blönduðu hagkerfi, leyft stofnun stéttafélaga og lögleidd verkföll, létt á eftirliti með fjölmiðlum landsins, veitt hundruðum pólitískra fanga frelsi og stofnað nefnd sem fjallar um stöðu mannréttinda í landinu.
Lífskjör
Gögn vantar
Búrma (Mjanmar) er númer af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Búrma er ríkt af auðlindum og jarðvegurinn frjósamur. Talsvert er til af olíu og stór svæði eru hentug til timburvinnslu. Í landinu hefur aldrei byggst upp almennilegt vegakerfi eða virk iðnaðarsvæði. Töluverður hluti fjármagns til þróunaraðstoðar hvarf eftir valdaránið árið 1988 og síðan hafa sífellt strangari refsiaðgerðir alþjóðasamfélagsins einangrað stærstan hluta iðnaðar í landinu. Herforingjastjórnin kom árið 1990 af stað umbótum til að stuðla að auknum efnahagslegum vexti en þær hafa skilað litlum árangri. Kína hefur verið, og er enn, mikilvægasti viðskiptaaðili landsins. Ferðaþjónusta gefur hóflegar tekjur en þrælahald við viðhald ferðamannastaða hefur leitt til þess að æ fleiri lönd hunsa landið sem ferðamannastað. Þrátt fyrir umfangsmikil viðskiptabönn hafa olíufélög frá Frakklandi og Bandaríkjunum mikilla efnahagslegra hagsmuna að gæta í landinu sem hefur verið gagnrýnt af mannréttindasinnum. Búrma varð árið 1997 aðili að samtökum asískra ríkja ASEAN.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Búrma (Mjanmar) fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
0,1
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Búrma (Mjanmar)
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
4 870
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Búrma (Mjanmar)
Lífskjör
Gögn vantar
Búrma (Mjanmar) er númer af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
0,8
Hlutfall vannærðra íbúa Búrma (Mjanmar)
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
5,7
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Búrma (Mjanmar)
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
4,4
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Búrma (Mjanmar)
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,498
GII-vísitala í Búrma (Mjanmar)
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
1,0
jarðarkúlur Búrma (Mjanmar)
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Búrma (Mjanmar), þá þyrftum við 1,0 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
0,63
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Búrma (Mjanmar)
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Búrma (Mjanmar)
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
2,1
Fæðingartíðni Búrma (Mjanmar)
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
42
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Búrma (Mjanmar)
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
8,9
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Búrma (Mjanmar)