Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Port-au-Prince |
Þjóðernishópar: | Svartir 95%, aðrir 5% |
Tungumál: | Franska (opinbert), Kreól (opinbert) |
Trúarbrögð: | Kaþólikkar 80%, Mótmælendur 16%, annarrar trúar/trúleysingjar 4%. Um það bil helmingur íbúanna leggur einnig stund á vúdú-trúarbrögð. |
Stjórnarform: | Lýðveldi |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 3 305 PPP$ |
Landafræði
Haítí er á vesturhluta eyjarinnar Hispaniola og nokkrum minni eyjum umhverfis. Á austurhluta eyjunnar er Dóminíkanska lýðveldið. Á Haíti eru mörg fjöll. Við strandlengjuna skiptast á sléttur og litlir dalir. Þar er hitabeltisloftslag sem temprast af hafgolu. Hitastigið er breytilegt vegna hæðarmunar í landinu. Í flestum hlutum landsins eru tvö regntímabil á ári. Eyjan er sérstaklega berskjölduð fyrir fellibyljum frá ágúst til nóvember. Frjóir skógar þöktu áður alla eyjuna, en í dag eru einungis fjögur prósent upprunalegu skóganna eftir. Skógareyðingin hefur haft miklar umhverfislegar afleiðingar fyrir Haítí. Jarðvegseyðing er gífurleg og landið er mjög berskjaldað fyrir flóðum. Sett hafa verið í gang alþjóðleg verkefni í trjáplöntun og tilraunum til að vernda þá skóga sem eftir eru. Þau hafa ekki gengið sem skyldi og í dag hefur einungis 0,3 prósent af skógum á Haítí verið endurheimt.
Saga
Kristófer Kólumbus kom að landi á eynni Hispaniola árið 1492 og lýsti hana spænska. Indíánar bjuggu á eynni en á 16. öld var þeim útrýmt í stríði, þeir hnepptir í þrældóm eða féllu fyrir innfluttum sjúkdómum. Franskir sjóræningjar settust að á vesturhluta eyjunnar á 16. öld og árið 1697 lét Spánn svæðið sem í dag er Haítí opinberlega af höndum til Frakklands. Haítí varð ein af ríkustu nýlendum Frakklands, með stórum plantekrum þar sem ræktað var sykur, kaffi og bómull. Plantekrurnar voru reknar á þrælahaldi og á þessu tímabili voru fluttar allt að þrjár milljónir þræla frá Afríku til Haítí. Árið 1791 braust út sjálfstæðis- og þrælauppreisn í landinu. Frökkum tókst ekki að brjóta niður uppreisnina og misstu þeir stjórn yfir nýlendunni. Árið 1804 varð Haítí sjálfstæð, og varð fyrsta lýðveldi í heiminum þar sem íbúarnir voru eingöngu þeldökkir. Bandaríkin hafa oft gripið inn í stjórn Haítí og hertóku landið á árunum 1915 til 1934. Landinu var stjórnað af lækninum François Duvalier („Papa Doc“) (1957–1971) og eftir dauða hans tók sonur hans Jean-Claude („Baby Doc“) við. Stjórninar voru grimmar einræðisstjórnir. Baby Doc var steypt af stóli í valdaráni hersins árið 1986. Eftir það hefur ástand í landinu verið óstöðugt og valdarán tíð.
Vistfræðileg fótspor
0,4
jarðarkúlur Haítí
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Haítí, þá þyrftum við 0,4 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Haítí er lýðveldi. Forsetinn og ríkisstjórnin fara með völdin. Forsetinn er kosinn til fimm ára í einu. Fyrsta stjórnarskrá landsins var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1987 að fyrirmynd bandaríska og franska stjórnkerfisins. Innan við tíu prósent íbúa landsins tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Völd forsetans voru takmörkuð og kosin voru héraðsráð. Haítíska tungumálið var gert að ríkismáli og voodoo að ríkistrú. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar fóru ekki fram fyrr en árið 1996. Stjórnmálaástand í landinu hefur verið óstöðugt og er það sérstaklega hinn almenni borgari sem þjáist. Átta af hverjum tíu búa í fátækt, fáir hafa aðgang að hreinu vatni og ungbarnadauði er sá hæsti í latnesku Ameríku. Frjáls félagasamtök sjá íbúunum að mestu leyti fyrir félagslegri þjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu og menntun. Vegna fátæktar, offjölgunar og stjórnmálaofbeldis hefur um 1,5 milljón Haítíbúa flust til annarra landa.
Lífskjör
138 / 169
HDI-lífskjör Haítí
Haítí er númer 138 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Á Haítí er lægsta landsframleiðsla á íbúa í nokkru vestrænu ríki og landið er eitt fátækasta land heims. Mismunur á milli fátækra og ríkra er mikill. Án aðstoðar erlendis frá myndi efnahagur landsins falla saman. Landbúnaður er óskilvirkur sjálfsþurftarbúskapur og iðnaðurinn er frumstæður og að mestu leyti erlendar verksmiðjur. Þær leggja lítið af mörkum til ríkisins vegna „örlátra“ skattareglna. Launastig er einnig mjög lágt. Mikil spilling er í landinu og gerir óstöðugt ástand innlendum jafnt sem erlendum fyrirtækjum erfitt fyrir að hefja rekstur í landinu. Mikið af ríku fólki hefur þess vegna ákveðið að fara frá Haítí. Margar fjölskyldur lifa í dag á því að fá peninga senda frá ættingjum í útlöndum. Það er einnig mikið um smygl til Bandaríkjanna, sérstaklega á eiturlyfjum. Samvinnuverkefni við Alþjóðabankann var hleypt af stokkunum árið 2004 í tilraun til að koma á stöðugleika og samræmingu í efnahagnum. Opinberri stofnun til að berjast gegn spillingu hefur einnig verið komið á fót.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Haítí fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
1,5
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Haítí
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
3 305
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Haítí
Lífskjör
138 / 169
HDI-lífskjör Haítí
Haítí er númer 138 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
4,7
Hlutfall vannærðra íbúa Haítí
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
Gögn vantar
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
6,5
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Haítí
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,635
GII-vísitala í Haítí
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
0,4
jarðarkúlur Haítí
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Haítí, þá þyrftum við 0,4 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
0,28
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Haítí
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Haítí
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
2,7
Fæðingartíðni Haítí
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
59
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Haítí
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
6,2
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Haítí