Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Dublin
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 126 905 PPP$

Landafræði

Írland er á eyju sem samanstendur af breiðu og miðliggjandi láglendissvæði sem er umkringt fjallgörðum. Láglendið er þakið engjum og túnum, stöðuvötnum og ám, en það er ástæðan fyrir gælunafninu „Eyjan græna“. Láglendið nær að strandlengjunni í austri, en þar er höfðuborgin Dublin einnig staðsett. MacGillicuddy’s Reeks er hæsta fjall Írlands og er í suðvesturhluta landsins, en hæsti tindur þess Carrantuohill nær 1041 metra yfir sjávarmáli. Á Írlandi er temprað úthafsloftslag, en það er milt, rakt og mjög breytilegt. Á veturna getur orðið kalt, eða allt að -20°C en mælst hefur allt að 32°C hiti á sumrin. Á Írlandi er ekki mikið um stór skóglendi, en lyng, mýrar- og vatnaplöntur eru mjög algengar. Ekki er mikið um villt dýr í landinu, en aðeins finnast 24 tegundir spendýra þar, ásamt um 450 fuglategundum. Helsta umhverfisvandamál Íra er mengun vatns vegna frárennslis frá landbúnaðinum.

Saga

Írland hefur að geyma mikið af fornminjum miðað við önnur Evrópulönd. Elstu mannvistarleifarnar eru frá því um 7 þúsund árum fyrir Krist. Elstu föstu bústaðirnir sem hafa fundist eru taldir vera frá um 3700 fyrir Krist. Á bronsöldinni (2000-500 fyrir Krist) þróaðist bronshandverk og voru exir, hnífar og gullmunir fluttir yfir á meginlandið.

Á 9. öld hófu norskir og danskir víkingar innrásir í landið og stofnuðu elstu bæina á Írlandi. Norska konungsfjölskyldan hafði búsetu á Írlandi allt þar til Englendingar réðust þar inn undir stjórn Henriks II nokkrum öldum síðar. Írland var undir stjórn Englendinga allt fram undir 1920, en sá tími einkenndist af miklum mótmælum gegn hersetunni og voru borgarastríð og óeirðir algengar. Frá 1916 og fram til 1921 stóð yfir borgarastyrjöld sem leiddi að lokum til sjálfstæðis 26 fylkja í landinu, en þau sex sem nyrst standa eru enn hluti af Stóra-Bretlandi. Árið 1949 sögðu Írar sig úr Breska samveldinu og skáru með því á öll tengsl við Englendinga og Stóra-Bretland.

Vistfræðileg fótspor

9 9 9 1

3,1

jarðarkúlur Írland

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Írland, þá þyrftum við 3,1 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Baráttan um Norður-Írland hefur mikil áhrif á stjórnmál Írlands og írska samfélagið allt. Friðarumleitanir og skæruhernaður hafa verið áberandi, en nú er þó útlit fyrir að fríðarsamningurinn sem var gerður á seinasta áratug síðustu aldar verði tekinn í notkun, hægt og örugglega. Átökin í Norður-Írlandi, saga Írlands og samfélagið sjálft bera þess sterkt vitni hversu stórt hlutverk trú spilar fyrir íbúana. Átökin milli kaþólikka og mótmælanda hefur til dæmis lengi spilað stórt hlutverk.

Írar gengu í ESB 1973 og hafa alltaf verið eitt af þeim löndum sem bera hvað jákvæðastar tilfinningar til sambandsins, sem að á að hluta til rætur sínar að rekja til þess að með inngöngu sinni í ESB hafa þeir ekki þurft að treysta jafn mikið á nágranna sínu í Stóra-Bretlandi.

Írland er eitt af fáum löndum í Evrópu þar sem er sterk kvennahreyfing og samkvæmt Írum sjálfum er Írland það land í heimi þar sem finna má flest kvennasamtök. Það gæti að einhverju leyti verið vegna þess að samfélagið er íhaldssamt og byggir mikið á trú, en í Írlandi eru til dæmis ströngustu fóstureyðingalög í Evrópu.

Lífskjör

19

7 / 169

HDI-lífskjör Írland

Írland er númer 7 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Saga Írlands hefur einkennst af lengri tímabilum þar sem fátækt var mikil og fólksflutningar til annara landa voru algengir, en síðan á 8. áratug síðustu aldar hefur efnahagsleg þróun verið góð. Á síðasta áratug seinustu aldar var Írland kallað „keltneska tígrisdýrið“ og var hagvöxtur 8% - eða tvöfalt það sem hann var að meðaltali hjá aðildarríkjum ESB.

Árið 2002 voru meðaltekjur Íra orðnar 95% af því sem að þær voru í Noregi, en aðeins 5 árum áður voru þær rétt í kringum 50%. Vel hefur tekist að lokka fjárfesta og fyrirtæki til landsins og hefur útflutningur einnig aukist gífurlega, sérstaklega á raftækjum og efnavörum sem og á landbúnaðarvörum. Efnahagkreppan sem gekk yfir heiminn árið 2008 kom sérstaklega illa við Íra. Góðærið endaði og í staðinn myndaðist mikið atvinnuleysi. Hrun á fasteignamarkaði og efnahagsleg þróun varð neikvæð. Nú standa Írar aftur frammi fyrir því að ungt fólkt flytur úr landi vegna aðstæðna í stórum stíl. Efnahagsvandinn hefur skapað mikla óánægju meðal almennra borgara og á seinustu árum hafa mótmæli gegn aðgerðum stjórnvalda verið algeng.

Írland er í 5. sæti af 169 á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Írland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

6 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,4

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Írland

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

126 905

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Írland

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

19

7 / 169

HDI-lífskjör Írland

Írland er númer 7 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 10 10 10 10 10 6

9,6

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Írland

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 10 0

9,0

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Írland

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

1

0,074

GII-vísitala í Írland

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

9 9 9 1

3,1

jarðarkúlur Írland

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Írland, þá þyrftum við 3,1 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 10 10 10 10 10 8

6,77

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Írland

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

5 056 935

Fólksfjöldi Írland

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 8

1,8

Fæðingartíðni Írland

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3

3

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Írland

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

Tölfræði um ólæsi

Kort af Írland