Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Beirút
Þjóðernishópar: Arabar 95%, Armenar 4%, aðrir / óskilgreint 1%
Tungumál: Arabíska, franska, enska, armenska
Trúarbrögð: Múslimar 59.7%, kristnir 39% aðrir / óskilgreint 1.3%
Stjórnarform: Lýðveldi
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 14 331 PPP$

Landafræði

Í Líbanon eru mörg há fjöll. Fjöllin tvö Líbanon og Anti-Líbanon ná bæði upp í um það bil þrjú þúsund metra hæð og eru toppar þeirra snævi þaktir frá desember fram í maí. Frjósöm slétta liggur við strendur Miðjarðarhafsins. Í landinu er miðjarðarhafsloftslag með rökum, mildum vetrum og þurrum heitum sumrum. Jarðvegseyðing og mengun grunnvatns vofir yfir líbönskum landbúnaði sem býr annars við góð náttúruleg skilyrði.

Saga

Átökin sem spruttu upp í kjölfar stofnunar Ísraels árið 1948 hafa haft alvarleg áhrif á Líbanon. Átök brutust út að nýju árið 1975 sem stóðu yfir í fimmtán ár. Nágrannalöndin Sýrland og Íran leituðust bæði eftir að auka áhrif sín innan Líbanon og lögðu sitt af mörkum við að byggja upp síja-múslímsku hernaðarsamtökin Hizbollah. Hizbollah hefur aðsetur í Suður-Líbanon og hefur smám saman náð að auka völd sín. Svæði Hizbollah er nú í raun starfrækt sem ríki innan ríkis. Samtökin voru stofnuð til að berjast gegn Ísraelum sem höfðu hersveitir í Líbanon frá 1982 til 2000, en héldu áfram starfsemi eftir að Ísrael dró heri sína til baka. Í dag er talið að Hizbollah hreyfingin sé fjölmennari en líbanski herinn.

Vistfræðileg fótspor

9 8

1,8

jarðarkúlur Líbanon

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Líbanon, þá þyrftum við 1,8 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Stjórn Líbanons reynir að stöðva átökin á milli múslíma og kristinna íbúa. Í friðarsamkomulagi sem var undirritað eftir borgarastyrjöldina komu menn sér saman um að kristinn einstaklingur skyldi gegna embætti forseta og varnarmálaráðherra, súnní-múslími embætti forsætisráðherra, síja-múslími embætti þingforseta og varaforseti þingsins skyldi koma frá röðum drúsa. Sætum á þinginu er skipt á milli kristinna og múslíma. Á þennan hátt er vonast til að öll þjóðarbrot landsins eigi fulltrúa á þingi og taki þátt í hinu líbanska lýðveldi.

Lífskjör

14

95 / 169

HDI-lífskjör Líbanon

Líbanon er númer 95 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Líbanon var áður fyrr ein af mikilvægustu viðskiptamiðstöðvum Miðjarðarhafssvæðisins. Landið var fundarstaður fyrir Evrópu, Afríku og Asíu fram að borgarastríðinu sem braust út árið 1975. Efnahagur landsins veiktist verulega vegna stríðsins og flest erlend fyrirtæki hafa dregið sig út úr landinu. Viðskiptalíf Líbanons hefur þó eflst undanfarin ár, eftir að meira jafnvægi komst á og borgarastríðinu lauk. Stríðsátök sumarið 2006 færðu landið þó marga áratugi aftur í tímann sem mun hafa mikil áhrif á framtíðarþróun Líbanons. Útflutningur byggist að mestu á ávöxtum, grænmeti og vefnaðarvöru. Ólíkt nágrannalöndunum iðnvæddist landið snemma. Olíu er ekki að finna í Líbanon en landið fær olíu frá nágrannalöndum sínum til frekari vinnslu. Í landinu eru einnig framleidd húsgögn og ýmsar trévörur. Iðnaðurinn hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum af völdum átaka í landinu.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Líbanon fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

0 7 10 10 10 10 10 10 10 10

1,3

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Líbanon

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

4

14 331

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Líbanon

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

14

95 / 169

HDI-lífskjör Líbanon

Líbanon er númer 95 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

1 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,9

Hlutfall vannærðra íbúa Líbanon

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 8 0 0 0 0 0

4,8

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Líbanon

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 7 0 0 0

6,7

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Líbanon

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

4

0,432

GII-vísitala í Líbanon

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

9 8

1,8

jarðarkúlur Líbanon

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Líbanon, þá þyrftum við 1,8 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 10 10 8

3,79

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Líbanon

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

5 353 930

Fólksfjöldi Líbanon

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 10 1

2,1

Fæðingartíðni Líbanon

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8

8

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Líbanon

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 10 10 10 10 10 10 5

9,5

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Líbanon

Tölfræði um ólæsi

Kort af Líbanon