Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Pyongyang |
Þjóðernishópar: | Næstum eingöngu Kóreubúar, nokkrir Japanir |
Túngumál: | Kóreska |
Trúarbrögð: | Trúleisi (opinbert), kóreskur sjamanismi, Cheondogyo, annað |
Stjórnarform: | Kommúnísk einræðisstjórn |
Landafræði
Um það bil 80 prósent af landsvæði Norður-Kóreu er fjalllendi. Í landinu er meginlands- og monsúnloftslag, með köldum vetrum og heitum sumrum. Landið er ríkt af náttúruauðlindum, sérstaklega kolum og járnmálmi, en mikill iðnaður hefur leitt til mengunar jarðar og drykkjarvatns. Þörfin fyrir eldivið hefur leitt til þess að skógur á láglendinu er meira og minna eyddur, þrátt fyrir að landið hafi kerfisbundið unnið að skógrækt frá því á miðjum sjötta áratugnum. Í kjölfar skógareyðingarinnar er jarðvegseyðing orðin að alvarlegu vandamáli.
Saga
Saga Kóreu einkennist af því að landið liggur á milli Kína og Japan. Í mörg árhundruð hafði Kína mest áhrif á landið, en frá lokum 19. aldar tóku Japanir við. Japanir gerðu landið að nýlendu sinni frá árinu 1895 fram að seinni heimsstyrjöldinni. Eftir ósigur Japana í stríðinu var Kóreu skipt í tvö svæði, sem upphaflega átti að vera tímabundið. Norðurhluta svæðisins var stjórnað af Sovétríkjunum en suðurhlutanum af Bandaríkjunum. Ríkisstjórnum sem voru erkifjendur var komið á, sinni í hvorum hluta landsins. Árið 1948 lýsti Suður-Kórea yfir sjálfstæði sínu og í kjölfarið gerði Norður-Kórea slíkt hið sama. Bandaríkin og Sovétríkin drógu sig út, en hinir síðarnefndu létu eftir sig vel skipulagðan norður-kóreskan her. Kóreustríðið braust út árið 1950, eftir að Norður-Kórea gerði árás á Suður-Kóreu. Norður-Kórea var studd af Kína en Bandaríkin og meirihluti aðildarlanda SÞ héldu með Suður-Kóreu. Þegar stríðinu lauk, að þremur árum liðnum, voru landamærin óbreytt. Friðarsamkomulag á milli ríkjanna tveggja hefur ekki enn verið undirritað. Enn er um tíu milljónum ættingja neitað um að hittast vegna þess að enginn fær leyfi til að fara yfir landamærin.
Vistfræðileg fótspor
0,7
jarðarkúlur Norður-Kórea
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Norður-Kórea, þá þyrftum við 0,7 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Norður-Kórea er kommúnískt ríki með lokuðu alræðisstjórnarfari. Leiðtogi þess í dag er Kim Jong Il „Kæri leiðtogi“ sem tók við af föður sínum Kim Il Sung „Stóra leiðtoga“ árið 1994. Miklum áróðri er haldið uppi af ríkisstjórninni, auk þess sem gróf brot á mannréttindum viðgangast í landinu. Norður-Kórea, með sinn milljón manna her, er talið vera það land í heiminum sem er með stærstan her miðað við íbúafjölda. Herþjónusta er frá þremur til tíu ára. Norður-Kórea hefur einnig lagt mikið í að þróa bæði efna- og lífefnavopn, auk kjarnorkuvopna. Vopnaeftirlitsmönnum frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni var vísað úr landi árið 1994 og alþjóðasamfélagið þrýstir nú á að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu verði stöðvuð. Norður-kóreska ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að láta vopnin ganga fyrir íbúum landsins. Frá því á miðjum tíunda áratugnum hefur landið verið háð erlendri aðstoð til að fæða íbúana og fær í dag mesta matvælaaðstoð af öllum löndum heims.
Hagkerfi og viðskipti
Efnahagskerfi Norður-Kóreu er skipulagt að stalínískri fyrirmynd og stjórnar ríkið meira en 90 prósentum atvinnulífsins. Efnahagskerfi landsins er það mest miðstýrðasta og einangraðasta allra slíkra kerfa í heiminum. 95 prósent allrar vöruframleiðslu í landinu kemur frá iðnaði í ríkiseigu og landbúnaður er skipulagður á stórum samyrkjubúum. Norður-Kórea flytur út tekstíl, málm og landbúnaðarvörur. Vegna þess að landið hefur alltaf einblínt á að vera sjálfbært eru bæði útflutningur og innflutningur lítill. Upplausn Sovétríkjanna hafði mikil áhrif á landið. Sovétríkin voru mikilvægasti viðskiptafélagi landsins og sá Norður-Kóreu þar að auki fyrir ódýrri olíu. Orkuskortur er í dag stórt vandamál í landinu og er ein af aðal ástæðum þess að iðnaðurinn frá því 1990 hefur einungis gengið með helmings afköstum.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Norður-Kórea fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
0,3
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Norður-Kórea
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
Gögn vantar
Lífskjör
Gögn vantar
Norður-Kórea er númer af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
4,2
Hlutfall vannærðra íbúa Norður-Kórea
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
6,7
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Norður-Kórea
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
4,2
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Norður-Kórea
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
Gögn vantar
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
0,7
jarðarkúlur Norður-Kórea
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Norður-Kórea, þá þyrftum við 0,7 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
2,03
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Norður-Kórea
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Norður-Kórea
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
1,8
Fæðingartíðni Norður-Kórea
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
15
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Norður-Kórea
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
10,0
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Norður-Kórea