Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Lissabon
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 41 452 PPP$

Landafræði

Norðurhluti Portúgals er nánast alþakinn fjöllum og hálendi, en í suðurhlutanum má finna sléttur og lága fjallshryggi. Hálendinu og láglendinu er skipt í tvennt af ánni Tagus, en hún rennur frá Spáni, þvert yfir Portúgal og hverfur í hafið í höfuðborginni Lissabon. Í Portúgal er dæmigert miðjarðarhafsloftslag, en meðalhitinn er þó einn af þeim hæstu á meginlandi Evrópu. Það er mun hlýrra á strandsvæðunum á suðurlandinu heldur en á hálendinu í norðri, en þar getur hitinn farið niður fyrir frostmark á veturna. Um þriðjungur landsins er þakinn skógi, en hann er þó mestmegnis á láglendinu í suðurhluta landsins. Skógrækt er mikil í landinu vegna mikils trjáhöggs og útflutnings á timbri. Portúgal var eitt af þeim löndum í Evrópu sem iðnvæddust hvað seinast og má því finna mikla mengun í lofti og grunnvatni þar. Mengunin stafar af þeirri staðreynd að engin umhverfisverndarlöggjöf var í landinu áður en að herstjórninni var steypt af stóli árið 1974. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað og fer ástandið batnandi.

Saga

Keltar námu land í Portúgal meira en 500 árum fyrir Krist, en eftir harða bardaga var landið innlimað í Rómarveldi um það bil 200 árum fyrir Krist. Eftir fall Rómarveldis var landinu skipt í mörg ólík konungsveldi og hélst það þannig þangað til í orrustunni við Sao Mamede árið 1128, þegar aðalsmaðurinn Afonso lýsti sig fyrsta konung landsins. Landamæri landsins við Spán hafa haldist nánast óbreytt síðan þá. Á öldunum sem á eftir komu varð Portúgal að einu ríkasta landi Evrópu og urðu Portúgalir einnig þekktir fyrir þekkingu sína á sviði vísinda og siglinga. Portúgalskir landkönnuðir stofnuðu nýlendur og verslunarstöðvar á fjarlægum slóðum, meðal annars í Japan, Indónesíu, Brasilíu og Angóla, og öðlaðist heimaland þeirra mikil auðæfi á þessum viðskiptum. Á miðri 16. öld var Portúgal orðið eitt af stærstu nýlenduveldum heims. Árið 1580 réðust Spánverjar inn í Portúgal og á árunum eftir það tóku Hollendingar og Bretar yfir flestar nýlendur Portúgala. Eftir það lá leiðin niður á við fyrir landið, Portúgal öðlaðist sjálfstæði að nýju 1668, en hélt áfram að tapa nýlendum sínum. Frakkar réðust inní landið 1807 og 1822 misstu Portúgalir stjórn yfir Brasilíu og urðu nánast allslausir í framhaldi af því. Konungsveldinu var steypt af stóli 1910 og átakasöm ár fylgdu. Árið 1926 stóð herinn fyrir valdaráni og örfáum árum seinna tók einræðisherrann Antonió Salazar við völdum. Landið var undir stjórn hans fram að næsta valdaráni, sem átti sér stað 1974. 1975 létu Portúgalar af stjórn seinustu nýlendnanna í Afríku og síðan þá hefur landið verið nokkuð stöðugt lýðræðisríki.

Vistfræðileg fótspor

9 9 7

2,7

jarðarkúlur Portúgal

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Portúgal, þá þyrftum við 2,7 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Eftir byltinguna árið 1974 var ný stjórnarskrá tekin í notkun. Samkvæmt henni er valdinu deilt á milli forsetans, sem er kosin til 5 ára í senn, og forsætisráðherrans sem einnig leiðir ríkisstjórnina. Forsetinn er þjóðhöfðingi landsins, en raunveruleg valddreifing er þó nokkurn veginn jöfn milli forseta og forsætisráðherra. Þrátt fyrir að margir flokkar séu starfandi í Portúgal stjórnast stjórnmálin nánast algjörlega af Sósíalistaflokknum, sem er vinstra megin við miðju, og Sósíaldemókrötum, sem standa hægra megin við miðju. Samsteypuríkisstjórnir eru ekki óvenjulegt fyrirbæri og oft sitja óháðir einstaklingar í mikilvægum stöðum. Portúgal er enn að takast á við afleiðingar einræðisstjórnarinnar, en efnahagur landsins varð einangraður og framleiðni takmörkuð til að koma í veg fyrir „félagslegan óstöðugleika“ hjá verkamönnum og verkalýðsfélögum. Portúgal er því enn eitt fátækasta land Vestur-Evrópu, þrátt fyrir að verg þjóðarframleiðsla hafi aukist talsvert síðan að landið gekk í Evrópusambandið árið 1986. Jafnrétti er takmarkað og mikill ójöfnuður ríkir á milli hins fátæka norðurs og hins ríka suðurs. Velferðarkerfið er ekki gott í samanburði við önnur Vestur-Evrópsk lönd.

Lífskjör

17

39 / 169

HDI-lífskjör Portúgal

Portúgal er númer 39 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Þrátt fyrir að Portúgal hafi stjórnað ógnarstóru verslunarnýlenduveldi fyrir 200 árum síðan er landið í dag eitt af fátækustu löndum Vestur- Evrópu. Peningarnir sem streymdu til landsins frá erlendum verslunarmiðstöðum voru ekki notaðir til þróunar eða uppbyggingar í Portúgal. Þegar heimsveldið féll saman stóð Portúgal nánast allslaust eftir. Undir stjórn einræðisherrans Salazars tók ríkið yfir meirihluta atvinnulífsins, en þannig varð til þungt og gamaldags skriffinnskukerfi sem skapar vandamál í efnahagslífinu enn þann dag í dag. Aðeins mjög lítill hluti landsmanna hefur einhverskonar framhaldsmenntun, en nokkuð nútímalegt atvinnulíf hefur þó myndast í landinu á seinustu áratugum. Landbúnaður, sem öllu stjórnaði áður fyrr, hefur minnkað umtalsvert og viðskipta- og þjónustuiðnaður komið í hans stað. Ferðamennska hefur aukist gífurlega á seinni árum og er hún orðin að stórum hluta af vergri þjóðarframleiðslu. Í byrjun síðasta áratugs stóð Portúgal uppi með tap í ríkissrekstri sem nam meira en þremur prósentum af vergri þjóðarframleiðslu, nokkuð sem brýtur í bága við reglur Evrópska Myntbandalagsins sem landið er meðlimur. Staðan er nokkuð betri nú en hún hefur verið á undanförnum árum, en landið á enn í erfiðleikum með að reka þjóðarbúið án taps, sem enn sér ekki fyrir endann á.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Portúgal fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

4 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,6

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Portúgal

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

11

41 452

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Portúgal

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

17

39 / 169

HDI-lífskjör Portúgal

Portúgal er númer 39 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 10 10 10 10 10 5

9,5

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Portúgal

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 10 8

9,8

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Portúgal

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

1

0,067

GII-vísitala í Portúgal

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

9 9 7

2,7

jarðarkúlur Portúgal

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Portúgal, þá þyrftum við 2,7 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 10 10 8

3,78

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Portúgal

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

10 247 605

Fólksfjöldi Portúgal

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 4

1,4

Fæðingartíðni Portúgal

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3

3

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Portúgal

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 10 10 10 10 10 10 7

9,7

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Portúgal

Tölfræði um ólæsi

Kort af Portúgal