Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 30 209 PPP$ |
Landafræði
Síle er 4200 metrar að lengd og þar er mjög breytilegt loftslag. Nyrsta svæði landsins er það þurrasta í heimi og nefnist Atacama-eyðimörkin. Í suðri er loftslagið aftur á móti svalt og rakt, en þar líkist náttúran þeirri í Skandinavíu. Þar eru barrskógar, firðir, stöðuvötn og skerjagarðar. Í Síle eru mörg virk eldfjöll, en jarðskjálftinn sem reið þar yfir 27. febrúar 2010 vakti mikla alþjóðlega athygli. Fyrir utan þær miklu skemmdir sem urðu á mannvirkjum í kjölfar skjálftans eru innviðir landsins almennt sterkir. Á seinustu áratugum hefur Síle náð miklum árangri í laxeldi, en iðnaðurinn hefur því miður haft neikvæð áhrif á umhverfið. Losun úrgangsefna og eiturs frá verksmiðjunum hefur haft mikil áhrif á dýralíf og gæði neysluvatns.
Saga
Andesfjöllin einangruðu frumbyggjana í Síle frá öðrum hlutum heimsins í mörg ár og var landið þess vegna fámennt framan af. Árið 1530 komu Spánverjar til landsins og 1541 stofnaði Pedro de Valdivia bæinn Santiago. Landið öðlaðist ekki sjálfstæði að nýju fyrr en árið 1818. Það ár markaði upphafið að löngu tímabili lýðræðis sem varði fram að árinu 1973, með tveimur undantekningum þar sem stjórnleysi ríkti í landinu í kringum 1830 og 1930. Árið 1970 var sósíalistinn Salvador Allende kjörinn leiðtogi landsins, en honum var steypt af stóli af Augusto Pinochet árið 1973. Í 16 ár bjuggu íbúar Síle við einræði og kúgun, en að lokum var Pinochet neyddur til að halda lýðræðislegar kosningar. Árið 1990 var einræðisherranum gert að víkja fyrir lýðræðinu og tók Patricio Aylwin yfir stjórn landins, sem markaði upphafið að nýju tímabili í sögu Síle.
Vistfræðileg fótspor
2,5
jarðarkúlur Síle
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Síle, þá þyrftum við 2,5 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Eftir að vinstrimenn höfðu setið við stjórnvölinn í 20 ár var hægrimaðurinn Sebastián Piñera kosinn forseti Síle þann 17. janúar 2010. Piñera er menntaður hagfræðingur og sem valdamikill viðskiptamaður vill hann að einkarekin viðskipti fái stærri hlut í efnahagslífi Síle í framtíðinni. Í Síle er lýðræði og hefur forsetinn, sem er kjörinn til fjögurra ára í senn, framkvæmdavaldið. Forsetinn velur ráðherrana sem sitja í ríkisstjórninni og löggjafarvaldið er falið þjóðþinginu. Stjórnkerfi Síle styður einkavæðingu og frjálsan markað í efnahagsstefnu sinni.
Lífskjör
40 / 169
HDI-lífskjör Síle
Síle er númer 40 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Síle er talið vera eitt af sterkustu löndum Suður-Ameríku vegna stöðugleika efnahagsins og stjórnkerfisins. Árið 1831 var þingræði innleitt í Síle og fjöldi laga voru sett sem tryggðu þjóðinni yfirráðarétt yfir framleiðslu- og samgöngumálum. Mikill uppgangur varð í landinu þar sem námuvinnsla og iðnaður urðu mikilvægir atvinnuvegir. Árið 1876 sá Síle um 62% af allri koparframleiðslu í heiminum og varð hafnarbærinn Valparaíso ein helsta miðstöð verslunar og viðskipta í Suður-Ameríku. Í dag byggir hagkerfi Síle að miklu leyti á útflutningi á steinefnum, en sá útflutningur er helmingurinn af samanlögðum heildarútflutningi landsins. Landbúnaður og fiskeldi hefur einnig blómstrað á seinni árum.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Síle fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
0,8
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Síle
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
30 209
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Síle
Lífskjör
40 / 169
HDI-lífskjör Síle
Síle er númer 40 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
0,3
Hlutfall vannærðra íbúa Síle
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
9,9
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Síle
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
9,2
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Síle
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,187
GII-vísitala í Síle
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
2,5
jarðarkúlur Síle
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Síle, þá þyrftum við 2,5 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
4,40
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Síle
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Síle
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
1,5
Fæðingartíðni Síle
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
7
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Síle
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
9,7
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Síle