Fáni

Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Bratislava |
Þjóðernishópar: | Slóvakar 86%, ungverjar 10%, rómanar 2%, annað/óskilgreint 2% (2001) |
Tungumál: | Slóvanska, ungverska, rómanska, úkraínska (2001) |
Trúarbrögð: | Kaþólikkar 69%, mótmælendur 11%, grískir-kaþólikkar 4%, aðrir/óskilgreint 3%, trúleysingjar 13% (2001) |
Stjórnarform: | Lýðveldi |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 37 459 PPP$ |
Landafræði
Í norður- og miðhluta Slóvakíu eru Karpatene-fjöllin áberandi, með fjallstoppum sem ná 2655 metra yfir sjávarmál. Ár renna frá fjallinu að sléttum í sunnanverðu landinu. Flestar minni árnar renna út í Dóná. Í Slóvakíu er meginlandsloftslag, með köldum, þurrum vetrum og heitum sumrum. Í fjöllunum er bæði kaldara og meiri úrkoma en á sléttunum í suðri, þar sem höfuðborgin Bratislava liggur. Í fyrrum Tékkóslavakíu voru kol algengur orkugjafi og er loftmengun í Slóvakíu enn stórt vandamál vegna þess. Úrgangur frá iðnaði er stór ógn við umhverfið, auk þess hversu skaðlegur hann er heilsu íbúanna. Lungnakrabbamein er algengt á menguðustu svæðunum. Stór svæði af skógi hafa eyðilagst vegna súrs regns frá Póllandi og fyrrum Austur-Þýskalandi. Jarðvegseyðing vegna landbúnaðar og námuvinnslu er einnig mikil umhverfisógn.
Saga
Slóvakía var hluti af Austurríki-Ungverjalandi fram til ársins 1918, þegar landið sameinaðist Tékklandi í Tékkóslóvakíu. Slóvakía var stofnað sem ríki í fyrsta sinn árið 1939 í kjölfar Munchen-samkomulagsins og landið gekk í bandalag með Þýskalandi á meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð. Eftir stríðið var Tékkóslóvakía endurstofnuð, undir miklum áhrifum frá kommúnistastjórn Sovétríkjanna. Hinni friðsömu „Flauelsbyltingu“ árið 1989 lauk með falli kommúnistastjórnarinnar í Tékkóslóvakíu. Árið 1993 var landinu skipt í Slóvakíu og Tékkland, en löndin héldu áfram góðu sambandi.
Vistfræðileg fótspor
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Slóvakía, þá þyrftum við jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Slóvakía er þingbundið lýðveldi. Forsetinn hefur viss pólitísk völd, en framkvæmdavaldið liggur að mestu leyti hjá forsætisráðherranum og ríkisstjórninni. Á þinginu, sem er löggjafarsamkunda Slóvakíu, eru 150 þingmenn. Flokkakerfið er uppskipt og samsteypustjórnir algengar. Frá því í lok tíunda áratugarins hafa stjórnvöld lagt áherslu á nútímavæðingu efnahagskerfisins með fjölda erlendra fjárfestinga. Þessar breytingar hafa þó leitt til mikils munar á milli ríkra og fátækra, þar sem eftirlaunaþegar og róma fólk líða mest. Um það bil 375.000 róma búa við mjög slæmar aðstæður í Slóvakíu, flestir þeirra búa í braggahverfum í úthverfum borganna. Samkvæmt tölum frá árinu 2000 eru um það bil 75 prósent þeirra atvinnulausir og á sumum svæðum eru íbúar heilu bæjanna háðir félagslegri aðstoð. Árið 2004 gekk Slóvakía í Evrópusambandið og varnarbandalagið NATO. Unnið er að því að sækja um aðild að Myntbandalagi Evrópu, sem gengur þó hægt vegna mikillar skriffinnsku. Síðastliðin ár hafa þjóðernisflokkar sem tala gegn minnihlutahópum í Slóvakíu aukið fylgi sitt. Töluverð mótmæli hafa einnig verið í landinu vegna skilyrða aðstoðar Evrópusambandsins, sem mörgum þykja of ströng, og sökum spillingar.
Lífskjör
Slóvakía er númer 42 af 194 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Slóvakía hefur horfið frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar. Umskiptin gengu hægt vegna spillingar og pólitísks óstöðugleika. Lágir skattar eru aðdráttarafl fyrir erlenda fjárfesta og bankageirinn er í dag nánast eingöngu rekinn af erlendum aðilum. Hlutfall iðnaðar og landbúnaðar af vergri landsframleiðslu hefur fallið frá lokum tíunda áratugarins á sama tíma og aukning hefur orðið í þjónustuiðnaði. Slóvakía er háð innflutningi á olíu og gasi frá Rússlandi. Aðrir mikilvægir viðskiptaaðilar eru Tékkland og önnur ESB-lönd. Ár Slóvakíu eru notaðar til farþega- og vöruflutninga, þar eru góðar tengingar í gegnum ár til annarra evrópskra landa. Stjórnvöld stefna að því að notfæra sér landfræðilega stöðu landsins í miðri álfunni og gera landið að samgöngumiðstöð í Evrópu.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Slóvakía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
Lífskjör
Slóvakía er númer 42 af 194 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Slóvakía, þá þyrftum við jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
Mannfjöldi
Íbúar
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi