Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Prag
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 49 946 PPP$

Landafræði

Tékkland er opið sléttlendi umkringt háum fjallgörðum. Hæsti tindur landsins er Sněžka í Krkonoše, 1602 metrar yfir sjávarmáli. Á landinu ríkir meginlandsloftslag með langa, kalda og tiltölulega þurra vetur og heit sumur. Skóglendi þekur nær þriðjung landsins, en líkt og með annað skóglendi í Mið-Evrópu eru stórir hlutar þess, sérstaklega barrskógar, eyðilagðir vegna mengunarvalda frá iðnaði og stórborgum. Helstu umhverfisvandamál í Tékklandi eru loft- og vatnsmengun. Sumstaðar eru vandamálin það alvarleg að þau hafa veruleg áhrif á heilsu fólks. Umhverfisvandamálin hafa batnað eftir að Tékkland varð meðlimur Evrópusambandsins árið 2004 og varð í kjölfarið að fara eftir reglugerðum sambandsins.

Saga

Þrátt fyrir að Tékkland hafi öðlast sjálfstæði árið 1993 hefur svæðið lengi verið einingaríki með mismunandi stjórnarháttum, svo sem konungsdæmið Böhmen. Eftir fyrri heimstyrjöldina og með upplausn keisaradæmis Austurríkis og Ungverjalands mynduðu Tékkar og Slóvakar eitt land - Tjékkóslóvakía.

Tékkóslóvakía varð til á landsvæðum sem Austurríki (Bæheimur og Mæri) og Ungverjaland (þar sem Slóvakía er í dag) létu af hendi. Í lok seinni heimstyrjaldarinnar var tékkneski hluti landsins innlimaður inní Þýskaland, þegar nasisminn réð ríkjum. Slóvakía nýtti tækifærið til að lýsa yfir sjálfstæði og urðu bandamenn nasista. Eftir stríðið féll öll Tékkóslóvakía í hendur Sovétríkjanna. Árið 1968 var krafan um að falla frá kommúnisma til ,,sósíalisma með manneskjulegri ásjón” brotin á bak aftur af ríkjandi ríkisstjórn. Þetta leiddi til and-sovéskra mótmælaaðgerða sem leiddu til hrottafenginna refsiaðgerða frá Sovétríkjunum. Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1989 fékk Tékkóslóvakía sjálfstæði. Árið 1993 var svo landinu friðsamlega skipt í Tékkland og Slóvakíu.

Vistfræðileg fótspor

9 9 9 4

3,4

jarðarkúlur Tékkland

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Tékkland, þá þyrftum við 3,4 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Ný stjórnarskrá Tékkneska lýðveldisins var samþykkt 1992 og varð Václav Havel, fyrrum forseti Tékkóslóvakíu, fyrsti forseti Tékklands. Stærstu stjórnmálaflokkarnir í Tékklandi eru tveir. Lýðræðislegi Dorgaraflokkurinn (ODS), með formanninn Václav Klaus – einnig fyrsti forsætisráðherra landsins. Höfuðáhersla ODS flokksins var róttæk umbreyting til markaðshagkerfis. ČSSD, Samfylkingin, sem er annars stærsti flokkurinn í landinu á rætur sínar að rekja til þess tíma áður en kommúnisminn var við lýði. Flokkurinn var stofnaður árið 1878 en var þvingaður til að sameinast kommúnistaflokknum árið 1948. Flokkurinn tók aftur til starfa í nóvember 1989 og hefur skilgreint sig sem ,,Vestræna samfylkingu“.

Tékkland var eitt af þremur kommúnistalöndum sem boðið var inngöngu í Nató, árið 1997, og fékk inngöngu árið 1999. Tékkland fékk svo inngöngu í Evrópusambandið árið 2004.

Sambandið við Þýskaland hefur verið vandasamt, eftir seinni heimsstyrjöldina var stór hópur þýskra íbúa í þáverandi Tékklandi rekinn á flótta. Eftir langar samningaviðræður gerðu Þýskaland og Tékkland sameiginlega yfirlýsingu árið 1997 þar sem Þýskaland harmaði árásir Nasista gegn Tékkóslóvakíu og Tékkland harmaði framkomu sína gagnvart Þjóðverjum í landinu eftir stríð.

Lífskjör

17

29 / 169

HDI-lífskjör Tékkland

Tékkland er númer 29 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Tékkland á sér langa sögu sem farsælt iðnaðaríki. Vegna hagstæðrar landlegu við Vestur-Evrópu og lýðræðishefða frá millistríðsárunum hefur landið staðið betur að vígi en mörg önnur fyrrverandi kommúnistalönd við umbreytingarnar til kapítalisma og lýðræðislegs flokkakerfis. Hagfræðingurinn Václav Klaus varð fyrsti ráðherra Tékklands og leiddu umskiptin yfir í markaðshagkerfi.

Eftir aldamótin síðustu hefur hagvöxtur verið stöðugur, með lága verðbólgu og lítið atvinnuleysi. Tékkland er samt sem áður mjög háð alþjóða efnahagssveiflum og sérstaklega efnahagi Þýskalands. Í efnahagsþrengingunum 2008 og 2009 varð Tékkland fyrir tiltölulega miklu tjóni. Miklar áhyggjur eru um spillingu og hækkandi hlutfalli eldri borgara ásamt burðarlitlu velferðarkerfi.
Í dag starfa nærri því 39% íbúa á vinnumarkaði í iðnaði, 3% í landbúnaði og 58% í almennum atvinnugreinum. Í Tékklandi er vaxandi ferðamannaiðnaður. Tékkland er einnig þekkt fyrir bjórframleiðslu sem fer fram í borginni Plzeň sem gaf drykknum Pilsner nafn sitt.

Tékkland er númer 28 af 169 löndum á vísitölu Sameinuðu Þjóðanna yfir þróuð lönd.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Tékkland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

8 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,2

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Tékkland

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

13

49 946

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Tékkland

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

17

29 / 169

HDI-lífskjör Tékkland

Tékkland er númer 29 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 10 10 10 10 10 8

9,8

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Tékkland

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 10 7

9,7

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Tékkland

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

1

0,120

GII-vísitala í Tékkland

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

9 9 9 4

3,4

jarðarkúlur Tékkland

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Tékkland, þá þyrftum við 3,4 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 10 10 10 10 10 10 10 3

8,30

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Tékkland

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

10 495 295

Fólksfjöldi Tékkland

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 7

1,7

Fæðingartíðni Tékkland

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3

3

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Tékkland

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

Tölfræði um ólæsi

Kort af Tékkland